Styrktarsjóðir

Blindrafélagið heldur utan um þrjá styrktarsjóði sem öllum er stýrt af sjálfstæðum stjórnum. Þessir sjóðir eru:

  • Sjóðurinn Blind börn á Íslandi.
  • Stuðningur til sjálfstæðis, styrktarsjóður Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins.
  • Styrktarsjóður Richards P. Theodórs og Dóru Sigurjónsdóttur.

Í janúar árið 2024 rann styrktarsjóður Margrétar Jónsdóttur inn í styrktarsjóðinn Blind börn á Íslandi.