Fróðleikur

- Leiðsöguhundum er kennt að þegar þeir eru með leiðsöguhundabeislið séu þeir tveir metrar á hæð og tveir á breidd.
- Meðalaldur leiðsöguhunda er átta til tíu ár. Algengt er að leiðsöguhundur vinni til ellefu ára aldurs.
- Leiðsöguhundur í beisli er í vinnunni.
- Fáið alltaf samþykki eiganda leiðsöguhunds áður en þið klappið honum.

Ljósmynd af Rósu Maríu og leiðsöguhundinum Alex. Rósa og Alex sjást ganga á stétt fyrir framan hvítt grindverk í miðbæ Reykjavíkur. Rósa er klædd í svarta skyrtu og buxur og Alex er með leiðsöguhundabeisli.

Leiðsöguhundar
Leiðsöguhundar eru öflugt hjálpartæki fyrir blint og mikið sjónskert fólk og veita þeir notendum aukið frelsi og öryggi. Notandi leiðsöguhunds öðlast aukið frelsi til þess að komast um í umhverfi sínu, jafnt innandyra sem utan. Hundarnir leiða notendur sína fram hjá hindrunum sem verða á vegi þeirra. Leiðsöguhundarnir eru ekki síður góðir félagar og mörg dæmi eru um að þeir hafi rofið félagslega einangrun notenda sinna og stuðlað að virkari þátttöku þeirra í samfélaginu.

Þjálfun leiðsöguhunda er afar sérhæfð og krefst ákveðinna aðstæðna. Því er mikilvægt að þau sem umgangast leiðsöguhunda fari eftir þeim reglum sem settar eru um umgengni og aðbúnað þeirra.

Leiðsöguhundar eru skilgreindir sem hjálpartæki samkvæmt reglugerð um úthlutanir hjálpartækja fyrir blinda og sjónskertra einstaklinga. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu hefur það hlutverk að úthluta leiðsöguhundum samkvæmt ákveðnu úthlutunarferli.