Persónuverndarstefna

Persónuverndaryfirlýsing Blindrafélagsins.

Við starfsemi Blindrafélagsins  (Kt. 470169-2149, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík) safnast óhjákvæmilega ýmsar persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru til að félagið geti gegnt hlutverki sínu.  Persónuupplýsingar sem Blindrafélagið vinnur með geta varðað félagsmenn, viðskiptavini, samstarfsaðila, starfsfólk og aðra sem Blindrafélagið á í samskiptum við. Okkur er umhugað um réttindi einstaklinga og verndum þær upplýsingar sem okkur er trúað fyrir.

Þessi persónuverndaryfirlýsing Blindrafélagsins (kt. 470169-2149, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík) greinir frá því hvernig félagið vinnur með persónulegar upplýsingar um félagsmenn og viðskiptavini Blindrafélagsins sem falla undir gildandi lög um persónuvernd.

Í þeim tilfellum þar sem persónuupplýsingar eru skráðar t.d. vegna félagsaðildar, viðskipta, fyrirspurna, beiðna eða umsókna, þar sem þarf að skrá nafn, kennitölu, heimilisfang, tölvupóstfang eða aðrar persónutengdar upplýsingar, skuldbindur Blindrafélagið sig til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og mun ekki miðla áfram upplýsingum til þriðja aðila, án samþykkis viðkomandi aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar.

Undantekningar frá þessu geta falist í styrkumsóknum þar sem gert er ráð fyrir að með umsókn um styrki úr sjóðum félagsins þá heimili umsækjandi að upplýsingar um styrkþega og veitta styrki séu gerðar opinberar. Í því sambandi er umsækjendum bent á að kynna sér reglur sem gilda um styrkúthlutanir og almenna upplýsingagjöf þar um.

Vinnsla gagna fer fram svo lengi sem einstaklingur lýsir ekki andstöðu sinni við meðferð upplýsinganna. Ef einstaklingur óskar eftir að koma athugasemdum um meðhöndlun persónuupplýsinga á framfæri eða óskar eftir að persónuupplýsingum sínum verði eytt úr grunninum, skal athugasemdum komið til Blindrafélagsins í tölvupósti á blind@blind.is.

Óski félag í Blindrafélaginu eftir að öllum upplýsingum um hann verði eytt út úr félagaskrá Blindrafélagsins jafngildir það úrsögn úr félaginu.

Vefsíða félagsins notar vafrakökur og er hýst hjá Stefnu ehf. Við heimsókn á vefsíðu okkar eru skráðar ýmsar nauðsynlegar upplýsingar um aðgengi og notkun. Þessar upplýsingar kunna að innihalda IP-tölur notanda. Þessum upplýsingum er einungis safnað af öryggisástæðum og fyrir bilanagreiningu. Þessi síða notar einnig vafrakökur fyrir nauðsynlega virkni, söfnun tölfræðiupplýsinga og fyrir deilingu á samfélagsmiðla, sjá nánar í vafrakökustefnu Stefnu og vafrakökustefnu Blindrafélagsins.

Vinnsluaðilar sem vefsíðan notar fyrir tölfræðilegar upplýsingar og deilingu á samfélagsmiðlum eru Google Analytics, Facebook og Stefna.