Leiðsöguhundar

Blindrafélagið beitir sér fyrir því að tryggja félagsmönnum sínum aðgang að þjálfuðum leiðsöguhundum. Leiðsöguhundar eru gríðarlega öflugt hjálpartæki fyrir blint og alvarlega sjónskert fólk og veita þeir notendum mikið frelsi og aukið öryggi. Notandi leiðsöguhunds öðlast frelsi til þess að komast um í umhverfi sínu, innan dyra sem utan. Hundarnir leiða notendur sína framhjá hindrunum sem í vegi þeirra verða og þeir gæta þess að notandinn fái ekki trjágreinar í andlitið þar sem þær slúta yfir gangstéttir. Þeir finna auð sæti fyrir notendur sína þar sem það á við og þeir eru þjálfaðir til þess að finna ýmsa hluti svo sem lykla eða hanska sem notendur missa á ferðum sínum með hundinum. Leiðsöguhundar eru ekki síður góðir félagar og mörg dæmi eru um að þeir hafi rofið félagslega einangrun notenda sinna og stuðlað að virkari þátttöku þeirra í samfélaginu.

Í reglugerð nr 233/2010 og fylgiskjölum, um úthlutun á hjálpartækjum á vegum Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, er kveðið á um að leiðsöguhundar fyrir blinda og sjónskerta séu hjálpartæki. Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin ber ábyrgð á úthlutun leiðsöguhunda til notenda.

Leiðsöguhunda bæklingur

 

Algengar spurningar um leiðsöguhunda:

 

 1. Hverjir geta fengið leiðsöguhund?

Áður en einstaklingum er úthlutað leiðsöguhundi þurfa þeir að taka þátt í fornámskeiði um notkun hundsins. Markmiðið með slíku námskeiði er að fá sem besta mynd af því hvaða væntingar umsækjendur hafa til hundsins og hvaða eiginleikum hundurinn skal vera búinn til þess að hundur og maður vinni sem best saman. Á fornámskeiðinu kynnast þjálfarar norska Leiðsöguhundaskólans umsækjendum persónulega og kanna aðstæður þeirra og persónuleika ásamt gönguhraða, raddblæ og sjálfsöryggi í umferli. Þetta er mikilvægt til þess að hægt sé að velja hund sem hentar hverjum fyrir sig þar sem allir hafa misjafnar þarfir frá degi til dags og búa við misjafnar aðstæður. Eftir fornámskeiðið meta þjálfarar og ráðgjafar hvort umsækjanda henti að fá leiðsöguhund og þá hvers konar hundur hentar hverjum og einum umsækjenda. Þátttaka í fornámskeiði er ekki bindandi. Vera kann að ákveðið verði að mæla ekki með leiðsöguhundi fyrir umsækjanda og eins getur umsækjandi hætt við að fá leiðsöguhund að loknu námskeiði.

2. Hvernig sæki ég um að fá leiðsöguhund?

Einstaklingar sækja um leiðsöguhund hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, en leiðsöguhundar eru skilgreindir sem hjálpartæki hjá Miðstöðinni. Umsókninni þurfa að fylgja sjónstöðuvottorð frá augnlækni og vottorð um almennt heilsufar frá heimilislækni.

3. Hvað tekur langan tíma að fá leiðsöguhund?

Umsóknarferlið tekur að jafnaði um það bil eitt ár. Það hefst með því að umsækjendur taka þátt í fornámskeiði um notkun hundsins. Gera þarf ráð fyrir að nokkurn tíma taki að finna réttan hund fyrir viðkomandi umsækjanda. Það má reikna með því að þetta samval taki lengri tíma þegar taka þarf tillit til þess að senda þarf viðkomandi hund milli landa. Hundurinn þarf að standast sérstakar heilbrigðiskröfur og búa yfir hæfileikum til þess að þola áfallalítið einangrun í mánaðartíma. Þegar samvalið hefur farið fram getur þjálfunarferlið hafist. Þjálfun hundsins tekur 6-8 mánuði og er hundurinn þjálfaður bæði í borgarumferð og eins á fáfarnari stöðum á landsbyggðinni. Eftir að hundurinn er fullþjálfaður hefst samþjálfun notanda og leiðsöguhunds sem tekur um það bil fjórar vikur.

4. Hvaðan koma leiðsöguhundarnir?

Fjórir af fimm starfandi leiðsöguhundum á Íslandi komu frá Leiðsöguhundaskóla norsku Blindrasamtakanna, en skólinn er sá stærsti sinnar tegundar í Noregi og hefur 30 ára reynslu í þjálfun leiðsöguhunda. Skólinn er staðsettur rétt fyrir utan Osló og starfrækir sína eigin hundarækt. Ýmsar hundategundir eru notaðar til leiðsagnar fyrir blinda og sjónskerta en Labrador er sú tegund sem mest er notuð. Golden Retriever, Schaefer og kóngapúðlar eru einnig notaðir og er síðastnefnda tegundin oft valin fyrir ofnæmissjúklinga. Þjálfarar skólans fylgdu hundunum alla leið í hendur notenda. Þeir fylgdu hundunum til Íslands og tóku þátt í samþjálfunarnámskeiði hér á landi ásamt hundaþjálfara Blindrafélagsins. Þeir koma síðan einu sinni á ári til að taka hundana og notendurna í endurþjálfun. Þess á milli fylgist hundaþjálfari Blindrafélagsins og ráðgjafi á Þjónustuog þekingarmiðstöðinni með að allt gangi vel.

5. Hvað kostar að fá leiðsöguhund?

Þeir sem uppfylla skilyrði um að fá leiðsöguhund bera ekki af því neinn kostnað, ef frá er talinn daglegur rekstrarkostnaður við hundahald. Kostnaður að baki þjálfaðs leiðsöguhunds er umtalsverður en Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin og Blindrafélagið beita sér fyrir því að tryggja þeim sem uppfylla skilyrði um að hafa leiðsöguhund aðgang að þjálfuðum leiðsöguhundum, sér að kostnaðarlausu.

6. Hvernig eru leiðsöguhundar þjálfaðir?

Leiðsöguhundaskóli norsku Blindrasamtakanna starfrækir eigin hundarækt. Þannig fær hann fram þá eiginleika sem góðir leiðsöguhundar fyrir blint og alvarlega sjónskert fólk þurfa að hafa. Átta vikna gamlir flytja hvolparnir frá leiðsöguhundaskólanum til fósturfjölskyldna, þar sem þeir búa fyrsta árið. Á þessu fyrsta ári koma fjölskyldurnar reglulega í leiðsöguhundaskólann með hvolpana og fá þar aðstoð og góðar leiðbeiningar um hundahald. Þegar hundarnir eru orðnir hálfs annars árs er kominn tími til að kanna hvort þeir séu efni í leiðsöguhunda fyrir blint og alvarlega sjónskert fólk. Líkamlegir og andlegir eiginleikar hundanna eru prófaðir af leiðsöguhundaþjálfara í samstarfi við dýralækna. Næstu 6-8 mánuði er ströng þjálfun á dagskrá. Hundinum er þá kennt að þegar hann er með leiðsöguhundabeislið á sér er hann tveir metrar á hæð og tveir metrar á breidd. Þetta tryggir að hinn sjónskerti geti á öruggan hátt gengið framhjá hindrunum og forðast hættur. Að lokinni grunnþjálfun hundanna tekur við samþjálfun leiðsöguhunds og notanda (hér eftir kallað teymi) sem tekur um það bil fjórar vikur. Meðan á samþjálfun stendur þarf teymið að læra að ferðast um í borg þar sem umferðarþungi er mikill jafnt sem á fáfarnari vegum í dreifbýli. Þjálfunin tekur til allra þátta í sambúð teymisins, bæði hvað varðar þrifnað og umönnun hundsins sem og viðhald á þjálfun hans með reglulegum gönguferðum og hlýðniæfingum. Notandi og þjálfari koma sér saman um það í upphafi hvaða gönguleiðir eigi að leggja mesta áherslu á að læra. Slíkar leiðir gætu t.d. verið til vinnu, út í verslunarmiðstöð, að strætisvagnabiðstöð eða á líkamsræktarstöð. Eftir að útskrift af samþjálfunarnámskeiði lýkur er gert ráð fyrir að þeim leiðum sem teymið lærir að rata fjölgi smám saman. Ekki er þó talið að teymið sé fullþjálfað fyrr en eftir eitt samstarfsár.

7. Hver eru réttindi leiðsöguhunda til aðgengis umfram aðra hunda?

Í reglum um hundahald í reglugerð um hollustuhætti 941/2002 er að finna undanþágu fyrir hjálparhunda fyrir fatlaða sem veitir þeim aðgang að gististöðum, veitingastöðum, skólum, hársnyrtistofum og snyrtistofum, heilbrigðisstofnunum, íþrótta- og baðstöðum og samkomuhúsum enda sé hinum fatlaða ótvíræð nauðsyn á hjálparhundi. Hundurinn skal merktur sem hjálparhundur og hinn fatlaði skal hafa leyfi fyrir honum í samræmi við ákvæði í samþykktum einstakra sveitarfélaga. Blindrafélagið gefur út sérstök skírteini til notenda leiðsöguhunda í samstarfi við heilbrigðisnefndir og viðeigandi sveitarfélög. Skírteinum þessum geta notendur framvísað þegar á þarf að halda.

 • 1. Hverjir geta fengið leiðsöguhund?

  Áður en einstaklingum er úthlutað leiðsöguhundi þurfa þeir að taka þátt í fornámskeiði um notkun hundsins. Markmiðið með slíku námskeiði er að fá sem besta mynd af því hvaða væntingar umsækjendur hafa til hundsins og hvaða eiginleikum hundurinn skal vera búinn til þess að hundur og maður vinni sem best saman. Á fornámskeiðinu kynnast þjálfarar norska Leiðsöguhundaskólans umsækjendum persónulega og kanna aðstæður þeirra og persónuleika ásamt gönguhraða, raddblæ og sjálfsöryggi í umferli. Þetta er mikilvægt til þess að hægt sé að velja hund sem hentar hverjum fyrir sig þar sem allir hafa misjafnar þarfir frá degi til dags og búa við misjafnar aðstæður. Eftir fornámskeiðið meta þjálfarar og ráðgjafar hvort umsækjanda henti að fá leiðsöguhund og þá hvers konar hundur hentar hverjum og einum umsækjenda. Þátttaka í fornámskeiði er ekki bindandi. Vera kann að ákveðið verði að mæla ekki með leiðsöguhundi fyrir umsækjanda og eins getur umsækjandi hætt við að fá leiðsöguhund að loknu námskeiði.

 • Hvernig sæki ég um að fá leiðsöguhund?

  Einstaklingar sækja um leiðsöguhund hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, en leiðsöguhundar eru skilgreindir sem hjálpartæki hjá Miðstöðinni. Umsókninni þurfa að fylgja sjónstöðuvottorð frá augnlækni og vottorð um almennt heilsufar frá heimilislækni.

 • Hvað tekur langan tíma að fá leiðsöguhund?

  Umsóknarferlið tekur að jafnaði um það bil eitt ár. Það hefst með því að umsækjendur taka þátt í fornámskeiði um notkun hundsins. Gera þarf ráð fyrir að nokkurn tíma taki að finna réttan hund fyrir viðkomandi umsækjanda. Það má reikna með því að þetta samval taki lengri tíma þegar taka þarf tillit til þess að senda þarf viðkomandi hund milli landa. Hundurinn þarf að standast sérstakar heilbrigðiskröfur og búa yfir hæfileikum til þess að þola áfallalítið einangrun í mánaðartíma. Þegar samvalið hefur farið fram getur þjálfunarferlið hafist. Þjálfun hundsins tekur 6-8 mánuði og er hundurinn þjálfaður bæði í borgarumferð og eins á fáfarnari stöðum á landsbyggðinni. Eftir að hundurinn er fullþjálfaður hefst samþjálfun notanda og leiðsöguhunds sem tekur um það bil fjórar vikur.

 • Hvaðan koma leiðsöguhundarnir?

  Fjórir af fimm starfandi leiðsöguhundum á Íslandi komu frá Leiðsöguhundaskóla norsku Blindrasamtakanna, en skólinn er sá stærsti sinnar tegundar í Noregi og hefur 30 ára reynslu í þjálfun leiðsöguhunda. Skólinn er staðsettur rétt fyrir utan Osló og starfrækir sína eigin hundarækt. Ýmsar hundategundir eru notaðar til leiðsagnar fyrir blinda og sjónskerta en Labrador er sú tegund sem mest er notuð. Golden Retriever, Schaefer og kóngapúðlar eru einnig notaðir og er síðastnefnda tegundin oft valin fyrir ofnæmissjúklinga. Þjálfarar skólans fylgdu hundunum alla leið í hendur notenda. Þeir fylgdu hundunum til Íslands og tóku þátt í samþjálfunarnámskeiði hér á landi ásamt hundaþjálfara Blindrafélagsins. Þeir koma síðan einu sinni á ári til að taka hundana og notendurna í endurþjálfun. Þess á milli fylgist hundaþjálfari Blindrafélagsins og ráðgjafi á Þjónustuog þekingarmiðstöðinni með að allt gangi vel.

 • Hvað kostar að fá leiðsöguhund?

  Þeir sem uppfylla skilyrði um að fá leiðsöguhund bera ekki af því neinn kostnað, ef frá er talinn daglegur rekstrarkostnaður við hundahald. Kostnaður að baki þjálfaðs leiðsöguhunds er umtalsverður en Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin og Blindrafélagið beita sér fyrir því að tryggja þeim sem uppfylla skilyrði um að hafa leiðsöguhund aðgang að þjálfuðum leiðsöguhundum, sér að kostnaðarlausu.

 • Hvernig eru leiðsöguhundar þjálfaðir?

  Leiðsöguhundaskóli norsku Blindrasamtakanna starfrækir eigin hundarækt. Þannig fær hann fram þá eiginleika sem góðir leiðsöguhundar fyrir blint og alvarlega sjónskert fólk þurfa að hafa. Átta vikna gamlir flytja hvolparnir frá leiðsöguhundaskólanum til fósturfjölskyldna, þar sem þeir búa fyrsta árið. Á þessu fyrsta ári koma fjölskyldurnar reglulega í leiðsöguhundaskólann með hvolpana og fá þar aðstoð og góðar leiðbeiningar um hundahald. Þegar hundarnir eru orðnir hálfs annars árs er kominn tími til að kanna hvort þeir séu efni í leiðsöguhunda fyrir blint og alvarlega sjónskert fólk. Líkamlegir og andlegir eiginleikar hundanna eru prófaðir af leiðsöguhundaþjálfara í samstarfi við dýralækna. Næstu 6-8 mánuði er ströng þjálfun á dagskrá. Hundinum er þá kennt að þegar hann er með leiðsöguhundabeislið á sér er hann tveir metrar á hæð og tveir metrar á breidd. Þetta tryggir að hinn sjónskerti geti á öruggan hátt gengið framhjá hindrunum og forðast hættur. Að lokinni grunnþjálfun hundanna tekur við samþjálfun leiðsöguhunds og notanda (hér eftir kallað teymi) sem tekur um það bil fjórar vikur. Meðan á samþjálfun stendur þarf teymið að læra að ferðast um í borg þar sem umferðarþungi er mikill jafnt sem á fáfarnari vegum í dreifbýli. Þjálfunin tekur til allra þátta í sambúð teymisins, bæði hvað varðar þrifnað og umönnun hundsins sem og viðhald á þjálfun hans með reglulegum gönguferðum og hlýðniæfingum. Notandi og þjálfari koma sér saman um það í upphafi hvaða gönguleiðir eigi að leggja mesta áherslu á að læra. Slíkar leiðir gætu t.d. verið til vinnu, út í verslunarmiðstöð, að strætisvagnabiðstöð eða á líkamsræktarstöð. Eftir að útskrift af samþjálfunarnámskeiði lýkur er gert ráð fyrir að þeim leiðum sem teymið lærir að rata fjölgi smám saman. Ekki er þó talið að teymið sé fullþjálfað fyrr en eftir eitt samstarfsár.

 • Hver eru réttindi leiðsöguhunda til aðgengis umfram aðra hunda?

  Í reglum um hundahald í reglugerð um hollustuhætti 941/2002 er að finna undanþágu fyrir hjálparhunda fyrir fatlaða sem veitir þeim aðgang að gististöðum, veitingastöðum, skólum, hársnyrtistofum og snyrtistofum, heilbrigðisstofnunum, íþrótta- og baðstöðum og samkomuhúsum enda sé hinum fatlaða ótvíræð nauðsyn á hjálparhundi. Hundurinn skal merktur sem hjálparhundur og hinn fatlaði skal hafa leyfi fyrir honum í samræmi við ákvæði í samþykktum einstakra sveitarfélaga. Blindrafélagið gefur út sérstök skírteini til notenda leiðsöguhunda í samstarfi við heilbrigðisnefndir og viðeigandi sveitarfélög. Skírteinum þessum geta notendur framvísað þegar á þarf að halda.