Reglur er varða vanskil á húsaleigu

Blindrafélagið hvetur leigutaka eindregið til að hafa samband ef stefnir í vanskil til að semja um leiguskuld og komast þannig hjá aukakostnaði. Einnig er hægt að  hafa samband til þess að fá greiðslufrest á eftirstöðvarnar. Ef húsaleiga er ógreidd á eindaga þá er áminning þessa efnis verði send út með bréfi eða tölvupósti og fylgt eftir með samtali, degi eftir eindaga. Verði vanskil ekki umsamin eða frágengin þegar að mánuður númer tvö er kominn í vanskil,  verður send út aðvörun um  lögfræðiinnheimtu á gjaldfallinni skuld og riftun húsaleigusamnings