Sjóðurinn blind börn á Íslandi

Hlutverk sjóðsins Blind börn á Íslandi er að styrkja blind og sjónskert börn allt að átján ára aldri til kaupa á ýmsu því sem getur orðið þeim til aukins þroska og ánægju í lífinu. Þar á meðal eru sérhönnuð leikföng, leiktæki, hljóðfæri, tölvur og annað slíkt sem opinberir aðilar styrkja ekki foreldra til kaupa á.

Sjóðurinn var stofnaður sumarið 1992 af umsjónarmönnum útvarpsþáttarinsTveir með öllu því þeir vildu færa blindum og sjónskertum börnum hluti sem nýtast þeim vel í daglegu lífi. 
Sérhönnuð leikföng og leiktæki fyrir blind og sjónskert börn eru mjög dýr og því mikilvægt að hjálpa sjóðnum að vaxa með framlögum frá góðu fólki og fyrirtækjum. 

Hægt er að styrkja sjóðinn.

Sjóðurinn blind börn á Íslandi
Arionbanki, 323-13-302227
kt. 470169-2149