Vefþulan

Blindrafélagið er í samstarfi við fyrirtæki sem heitir ReadSpeaker með vefþululausn. Vefþulan heitir WebReader á ensku. Með því að bæta vefþulu við heimasíðu birtist „hlusta“ hnappur á síðunni. Þegar þrýst er á hann hefst upplestur á efni síðunnar. Vefþulan lýsir upp orð og setningar sem hún les hverju sinni en slíkur stuðningur hentar blindum og sjónskertum sem og lesblindum og þeim sem eru að læra málið. Vefþulan nýtist einnig þeim sem af einhverjum ástæðum eiga erfitt með að lesa á skjáinn vegna t.d. birtuskilyrða eða í akstri.