Blindravinnustofan

Fyrirtæki í eigu Blindrafélagsins

Blindravinnustofan var stofnuð árið 1941 og er hún í eigu Blindrafélagsins. Frá stofnun hefur hún verið ómissandi hlekkur í atvinnumálum blindra og sjónskertra á Íslandi. Markmiðið með starfrækslu hennar er að veita blindum og sjónskertum atvinnu, þjálfun og endurhæfingu til annarra starfa. Hjá vinnustofunni starfa 28 manns, þar af eru 24 blindir eða alvarlega sjónskertir.

Helstu verkefni Blindravinnustofunnar eru að merkja og pakka hreingerningarvörum sem síðan eru seldar á smásölumarkaði. Vörurnar má m.a. fá í í Bónus, Hagkaupum og 10-11. Þá tekur Blindravinnustofan að sér pökkunarverkefni af ýmsu tagi.

Vefur Blindravinnustofunar