Bakhjarlar

Á bilinu 80–90% þeirra fjármuna sem Blindrafélagið þarf til að halda úti mikilvægri starfsemi og þjónustu þarf félagið að afla sjálft. Bakhjarlar Blindrafélagsins gegna þar mjög mikilvægu hlutverki . Að vera bakhjarl Blindrafélagsins felur það í sér að greiða reglulega tiltekna upphæð til félagsins. Hægt er að velja á milli fjögurra þrepa. Í fyrsta þrepi er greitt  sem nemur einu félagsgjaldi á ári, í öðru þrepi sem nemur tveimur félagsgjöldum, í þriðja þrepi sem nemur fjórum félagsgjöldum og í efsta þrepi er greitt félagsgjald mánaðarlega. Mismunandi hlunnindi fylgja hverju þrepi fyrir sig.

Bakhjarlaskráning.

Bakhjarlar Blindrafélagsins hafa rétt til að taka þátt í starfsemi félagsins en í 5 greina laga Blindraféagsins segir:

Aðrir en að ofan greinir geta gerst bakhjarlar Blindrafélagsins og hafa þeir málfrelsi og tillögurétt á fé­lags­­fundum. Bakhjarlar félagsins eru kjör­geng­ir til trún­aðarstarfa á vegum félagsins og hafa þá óskor­aðan atkvæðisrétt á fundum stjórna og nefnda sem þeir eru kjörnir til setu í.

Bakhjarl – 1. þrep (Acquaintances)

Hlunnindi: Afsláttur af vörum Blindravinnustofunnar.

Verð: 4.000 kr. á ári

Bakhjarl – 2. þrep (Friends)

Hlunnindi: Afsláttur af vörum Blindravinnustofunnar.

Verð: 8.000 kr. á ári

Bakhjarl – 3. þrep (Best friends)

Hlunnindi: Félagsafsláttur af vörum Blindrafélagsins og Blindravinnustofunnar.

Verð: 16.000 kr. á ári

Bakhjarl - efsta þrep (Major donors)

Hlunnindi: Félagsafsláttur af vörukaupum hjá Blindrafélaginu og Blindravinnustofunni, tveir fríir happdrættismiðar í hverju happdrætti félagsins, þríkrossinn að gjöf eftir fimm ár og sérstök viðurkenning frá félaginu eftir 10 ár.

Verð: 4.000 kr. á mánuði

Skráning fer fram á blind@blind.is eða í síma 525 0000