Bakhjarlar

Á bilinu 80–90% þeirra fjármuna sem Blindrafélagið þarf til að halda úti mikilvægri starfsemi og þjónustu þarf félagið að afla sjálft. Bakhjarlar Blindrafélagsins gegna þar mjög mikilvægu hlutverki . Að vera bakhjarl Blindrafélagsins felur það í sér að greiða reglulega tiltekna upphæð til félagsins. Hægt er að velja á milli fjögurra þrepa. Í fyrsta þrepi er greitt  sem nemur einu félagsgjaldi á ári, í öðru þrepi sem nemur tveimur félagsgjöldum, í þriðja þrepi sem nemur fjórum félagsgjöldum og í efsta þrepi er greitt félagsgjald mánaðarlega. Mismunandi hlunnindi fylgja hverju þrepi fyrir sig.

 Bakhjarlaaðild að Blindrafélaginu fylgir sjóntrygging. Bakhjarlar geta við skráningu sagt sig frá sjóntryggingunni. Bakhjarlar sem eru skráðir með sjóntryggingu geta sagt sig frá tryggingunni með því að senda póst á blind@blind.is Segi bakhjarlar sig frá sjóntryggingunni tekur sú uppsögn gildi frá og með upphafi næsta tryggingatímabils á eftir. Blindrafélagið heldr utan um lista yfir alla sjóntryggingataka og hefur milligöngu um öll samskipti milli handhafa sjóntryggingarinnar og tryggingafélags.

SjóntryggingBakhjarlaskráning.

Bakhjarlar Blindrafélagsins hafa rétt til að taka þátt í starfsemi félagsins en í 5 greina laga Blindraféagsins segir:

Aðrir en að ofan greinir geta gerst bakhjarlar Blindrafélagsins og hafa þeir málfrelsi og tillögurétt á fé­lags­­fundum. Bakhjarlar félagsins eru kjör­geng­ir til trún­aðarstarfa á vegum félagsins og hafa þá óskor­aðan atkvæðisrétt á fundum stjórna og nefnda sem þeir eru kjörnir til setu í.

Bakhjarl – 1. þrep (Acquaintances)

Hlunnindi: Sjóntrygging, afsláttur af vörum Blindravinnustofunnar.

Verð: 3.500 kr. á ári

Bakhjarl – 2. þrep (Friends)

Hlunnindi: Sjóntrygging fyrir tvo, afsláttur af vörum Blindravinnustofunnar.

Verð: 7.000 kr. á ári

Bakhjarl – 3. þrep (Best friends)

Hlunnindi: Sjóntrygging fyrir fjóra, félagsafsláttur af vörum Blindrafélagsins og Blindravinnustofunnar.

Verð: 14.000 kr. á ári

Bakhjarl - efsta þrep (Major donors)

Hlunnindi: Sjóntrygging fyrir fjóra, félagsafsláttur af vörukaupum hjá Blindrafélaginu og Blindravinnustofunni, tveir fríir happdrættismiðar í hverju happdrætti félagsins, þríkrossinn að gjöf eftir fimm ár og sérstök viðurkenning frá félaginu eftir 10 ár.

Verð: 3.500 kr. á mánuði

 Skráning fer fram á blind@blind.is eða í síma 525 0000

 

  1. Þeir bakhjarlar sem að ekki vilja vera skráðir fyrir sjóntryggingu geta sagt sig frá tryggingunni með því að senda póst á blind@blind.is“ Vorum við ekki að hugsa þetta með þeim hætti að þegar aðili gerist bakhjarl þá geti hann samhliða áskilið sér rétt til að taka ekki þátt í sjóntryggingunni? Þá myndi ég leggja til eftirfarandi orðalag: „Samhliða því að aðili gerist bakhjarl getur hann óskað þess að vera ekki skráður fyrir sjóntryggingu með því að senda póst á blind@blind.is

 

  1. „Segi bakhjarlar sig frá sjóntryggingunni tekur sú uppsögn gildi frá og með upphafi næsta tryggingatímabils á eftir.“ – „Bakhjarl, sem er þegar skráður fyrir sjóntryggingu, getur hvenær sem er sagt sig frá slíkri tryggingu með því að senda póst á blind@blind.is. Tekur sú uppsögn gildi frá og með upphafi næsta tryggingatímabils á eftir.“