Viðurkenningar

Gulllampi Blindrafélagsins

Gulllampinn er æðsta heiðursmerki Blindrafélagsins. Merkið er veitt þeim einstaklingum sem hafa skarað fram úr vegna starfa sinna í þágu blindra og sjónskertra. Gulllampann má því aðeins veita að fyrir liggi einróma samþykki fulltrúa í stjórn og varastjórn. Skal skrifleg greinargerð fylgja tillögu um veitingu merkisins og skal hún birt um leið og Gulllampinn er afhentur. Óheimilt er öðrum að bera "Gulllampann" en þeim sem hann hefur verið veittur. Gulllampinn hefur verið veittur eftirtöldum einstaklingum:

Samfélagslampi Blindrafélagsins

Tilgangurinn með veitingu Samfélagslampans er vekja athygli á fyrirtækjum, stofnunum og/eða tilteknum aðgerðum eða verkefnum, sem með einum eða öðrum hætti hafa stuðlað að auknu sjálfstæði blindra og sjónskertra einstaklinga.

Samfélagslampi Blindrafélagsins, er einstakur gripur, handsmíðaður af  Sigmari Ó Maríussyni, gullsmíðameistara. Um er að ræða upphleypta lágmynd úr silfri sem sýnir lampann úr merki Blindrafélagsins. Lampinn er festur á sagaða og slípaða steinflís úr skagfirsku blágrýti. Steinflísin stendur á tveimur járnpinnum á blágrýtisfæti. Á fætinum er síðan silfurskjöldur með áletrun um verkið og tilefni þess.