Reglur er varða úthlutun leiguíbúða

Til að umsókn um leiguíbúð hjá Blindrafélaginu teljist gild þarf umsækjandi að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Að vera skuldlaus félagsmaður í Blindrafélaginu.
  • Að vera undir ákveðnum tekju- og eignamörkum.
  • Vera ekki skráður eigandi fasteignar.

Í hvert sinn sem að íbúð losnar er hún auglýst laus til umsóknar. Umsóknir frá fyrri úthlutunum þarf að endurnýja.

Umsóknum skal fylgja staðfest afrit skattframtals.

Upplýsingar frá umsækjendum eru eingöngu notaðar vegna úrvinnslu umsókna og verður eytt að lokinni úthlutun.  

Sérstök úthlutunarnefnd fer yfir umsóknir og úthlutar. Við úthlutun skal horft til 

  1. Núverandi húsnæðisaðstæðna
  2. Fjölskylduaðstæðna, þ.á.m. fjölskyldustærðar og fjölda barna
  3. Heilsufars og vinnugetu.

Úthlutunarnefndin sem er skipuð tveimur félagsmálafulltrúum af skrifstofu Blindrafélagsins, auk þess er félagsráðgjafi Þjónustu og þekkingarmiðstöðvarinnar fyrir blinda, sjónskerta og fólk með samþætta sjón- og heyrnaskerðingu, nefndinni til ráðgjafar. Framkvæmdastjóri, sem að veitir umsóknum viðtökum, útbýr yfirlit yfir umsóknirnar og stillir umsóknunum upp nafnlausum fyrir úthlutunarnefndina til að vinna með og úthluta eftir.