Ferðaþjónusta Blindrafélagsins

Verðbreytingar á gjaldskrá Hreyfills 4. október 2023.

Ný gjaldskrá og útreikningur á kostnaðarþrepum í Ferðaþjónustu Blindrafélagsins er eftrfarandi:

   

Taxti

Magn

Samtals

Startgjald

790 kr.

 

790 kr.

Dagtaxti fyrstu 2 km.

 

452 kr.

2 km.

904 kr.

Dagtaxti umfram fyrstu 2 km.

324 kr.

23 km.

7.452 kr.

Startgjald + fyrstu 2 km. + 23 km.

 

25 km.

9.146 kr.

        

Kostnaðarþrep 1

   

9.146 kr

Kostnaðarþrep 2

   

11.146 kr.

Kostnaðarþrep 3

   

13.146 kr.

Kostnaðarþrep 4

   

15.146 kr.

Kostnaðarþáttaka notenda fyrir hvert kostnaðarþrep er gjald fyrir staka ferð hjá Strætó bs. hverju sinni.

Gjaldskrárbreyting hjá Strætó janúar 2024.

Verð fyrir hverja ferð hækkar úr 570 kr. í 630 kr.

Kostnaðarþáttaka notenda er þá þannig að fyrir ferð innan kostnaðarþreps 1, greiðir notandi í ferðaþjónustu Blindafélagsins 630 kr. fyrir ferðina. Ef ferðin fer inn á kostnaðarþrep 2, greiðir notandi 1.260 kr. fyrir ferðina, eða samsvarandi tveimur ferðum með Strætó.

Nánari upplýsingar fást á skrifstofu félagsins.

Ferðaþjónusta Blindrafélagsins er þjónustuúrræði sem notast við leigubifreiðar. Samningar eru gerðir við sveitarfélög, sem samkvæmt gildandi lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, bera ábyrgð á að fötluðu fólki standi til boða "stoðþjónusta sem er nauðsynleg þátttöku þess í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess." 

Sækja ber um ferðaþjónustu hjá því sveitarfélagi sem umsækjandi er búsettur í.

Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir í 20. grein samningsins:

Aðildarríkin skulu gera árangursríkar ráðstafanir til þess að tryggja að einstaklingum sé gert kleift að fara allra sinna ferða og tryggja sjálfstæði fatlaðra í þeim efnum, eftir því sem frekast er unnt, m.a. með því „að greiða fyrir því að fatlaðir geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem, og þegar, þeim hentar og gegn viðráðanlegu gjaldi“.
 

Blindrafélagið er með ferðaþjónustusamninga eða er í samstarfi um ferðaþjónustu við eftirtalin sveitarfélög:

 • Reykjavík, almennur samningur frá 2015, endurnýjaður 2017.
 • Seltjarnarnesbæ, almennur samningur frá janúar 2016. 
 • Stykkishólm, almennur samningur um ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu frá 2015. 
 • Vesturbyggð, almennur samningur um ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu frá 2015.
 • Garðabæ, samstarf um ferðaþjónustu tiltekinna einstaklinga. 
 • Blönduós, einstaklingsbundinn samningur um ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. 
 • Akureyri, almennur samningur frá 2012. 
 • Hafnarfjörð, almennurður samningur frá 28.05.2020 um ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.
 • Árborg, samningur um ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við félagsstarf Blindrafélagsins. 
 • Ísafjörð, takmarkaður samningur um ferðaþjónustu á Ísafirði og höfuðborgarsvæðinu, 
 • Kaldrananeshrepp, einstaklingsbundinn samningur um ferðaþjónustu á Akureyri og höfuðborgarsvæðinu.
 • Vestmannaeyjabær.
 • Kópavogsbær.
 • Bláskógabyggð.

Ferðaþjónusta Blindrafélagsins er mjög sveigjanlegt úrræði og þjónustustigið er hátt samanborið við ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaðarþátttaka notenda í ferðaþjónustu Blindrafélagsins er jafnframt hærri og kostnaður sveitarfélaganna minni en í hefðbundinni ferðaþjónustu fatlaðs fólks.

Ferðaþjónusta Blindrafélagsins var sett á fót með samningi við Strætisvagna Reykjavíkur árið 1997. Í mars 2015 gerðu Blindrafélagið og velferðarsvið Reykjavíkur með sér nýjan ferðaþjónustusamning.

Ferðaþjónusta Blindrafélagsins virkar þannig að notendur panta leigubíl frá þeirri leigubílastöð sem samið hefur verið við og skrifa reikninginn á Ferðaþjónustu Blindrafélagsins. Notendur greiða sem samsvarar einu staðgreiðslufargjaldi með strætó fyrir hverja ferð. Þó er þak á fjárhæð hverrar ferðar og sé farið upp fyrir kostnaðarþakið hækkar kostnaðarþátttaka notenda um eitt strætófargjald. Sveitarfélögin greiða svo andvirði ferðarinnar að frádreginni kostnaðarhlutdeild notenda og afslætti leigubifreiðastöðvarinnar. Blindrafélagið annast alla skráningu, greiðslu til leigubifreiðastöðvarinnar og innheimtu á kostnaðarhlutdeild notenda og sveitarfélaga mánaðarlega. 

Þeir félagsmenn Blindrafélagsins sem búa í sveitarfélögum sem ekki hafa gert samning við Ferðaþjónustu Blindrafélagsins, eða eru ekki skilgrgreindir lögblindir, eiga kost á að sækja um heimild til að taka leigubifreið og skrifa hjá Ferðaþjónustu Blindrafélagsins. Þannig njóta þeir þess afsláttar sem samið hefur verið um við viðkomandi leigubifreiðastöð.

Nánari upplýsingar fást á skrifstofu félagsins.