Fundargerð stjórnar nr. 7 2021-2022

Fundargerð 7. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2021 – 2022, haldinn miðvikudaginn 1. desember kl. 16:00.

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varaformaður, Kaisu Hynninen (KH) ritari, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) meðstjórnandi, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Forföll: Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður og Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) gjaldkeri.

1. Fundarsetning.

SUH setti fundinn, sem haldinn var á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða.

2. Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerðir 5. og 6 fundar, sem legið hafa frammi á Teams svæði stjórnarinnar, voru samþykktar og verða sendar stjórnarmönnum til rafrænnar undirskriftar.

3. Lýst eftir öðrum málum.

Engar umsóknir lágu fyrir.

4. Inntaka nýrra félaga.

Engar fyrirliggjandi umsóknir.

5. Skýrslur, bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallað um.

 • Starfsáætlun fram að vori.
 • Úttektin á þjónustu við Blint og sjónskert fólk.
 • Landssöfnun Lions „Rauða fjöðrin“.
 • Koma Daniel Kirch 2022.
 • Félagsfundur 17 nóvember – lærdómur.
 • Félagsmenn Blindrafélagsins í málefnahópum ÖBÍ.
 • NSK fundur 28 mars 2022.
 • Viðburðir framundan og mikilvægar dagsetningar.

 

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

 • Helstu forsendur rekstraráætlunar fyrir 2022.
 • Hamrahlíð 17 – Viðhald.
 • Laus leiguíbúð.

6. Forsendur rekstraráætlunar 2022.

Gert er ráð fyrir að heildar tekjur muni verða rétt um 300 milljón króna. Munar þar mest um aukningu í bakhjarlagreiðslum, en gert er ráð fyrir að þær hækki um 10% á milli ára.

Óvissa er með tekjuliðinn þjónustusamningar og styrkir en hann verður líklega um 25 mkr á yfirstandandi ári og er reiknað með sömu upphæð fyrir 2022.

Fyrirhuguð Rauðu fjaðrar söfnun ekki inn í rekstraráætlun þar sem þær tekjur muni renna í verkefnasjóð.

Í þróun launa í samhengi við launarannsókn VR og  hlutfall heildarlauna af tekjum gefa vísbendingu um að þrýstingur á hækkun launa umfram samningsbundnar launahækkanir kunni að myndast þegar líður á árið 2022.

Umsamdar launahækkanir eru uppá 17.250 krónur á mánuði frá og með 1. Janúar 2022. Í heildina eru þetta 3,1 milljón króna á ársgrundvelli. Því til viðbótar geri ég ráð fyrir aðrar launahækkanir geti numið um 5 - 7% í heildina frá og með miðju ári 2022. Það myndi þýða að launakostnaður ársins gæti orðið um 120 milljónir króna. Launakostnaður 2021 mun verða um 110 milljónir króna. Núverandi kjarasamningar renna út 1. Nóvember 2022.

Almennar verðlagshækkanir er áætlaðar um 5% og er það í samræmi við verðbólguspár Seðlabanka Íslands og annarra hagspáraðila. Almennur rekstrarkostnaður að frádregnum launakostnaði er um 140 milljónir króna á ári. Þar ber hæst fjáröflunarkostnaður sem er áætlaður um 50 mkr, og rekstur húsnæðis sem er áætlaður um 35 mkr. 

Rekstrarhorfur fyrir árið 2022 eru góðar og á meðan að eitthvað óvænt gerist ekki má reikna með svipuðum rekstrarárangri og á yfirstandandi ári, sem stefnir í að verða mjög góður.

Áætluð EBIDTA er um 30 mkr sem er um 10% af veltu.

Engar athugasemdir voru gerðar við þessar rekstrarforsendur.

7. Hamrahlíð 17 – Viðhaldsverkefni

Að tillögu KHE var samþykkt að ráðast í eftirfarandi viðhaldsverkefni á árinu 2022.

 • Smíði og uppsetningu á háfi í eldhúsinu. Áætlaður kostnaður 2 mkr.
 • Lýsing á skrifstofu og anddyri.  Áætlaður kostnaður 2 mkr.
 • Lýsing í garðinum og á stéttinni meðfram salnum. Áætlaður kostnaður 1 mkr.
 • Að skipta út gólfhiti fyrir hefðbundna ofna í íbúðum í gamla húsinu.
 • Endurnýja baðherbergi í 307.

Kostnaðurinn verði greiddur úr Verkefnasjóði.

8. Starfsáætlun fram á vor 2022.  

SUH lagði fram eftirfarandi drög að starfsáætlun stjórnar Blindrafélagsins fram að vori til umræðu og athugasemda ef einhverjar eru.

Janúar.

4. janúar, (mánudagur). Alþjóðlegir Braille dagurinn.

12. janúar (miðvikudagur). Stjórnarfundur nr. 9.

28. janúar (föstudagur). Samráðsfundur stjórnar, nefnda og deilda.

Febrúar.

2. febrúar (miðvikudagur). Stjórnarfundur nr. 10.

16. febrúar (miðvikudagur). Félagsfundur.

23. febrúar (miðvikudagur). Stjórnarfundur nr. 11.

Mars.

16. mars (miðvikudagur). Stjórnarfundur nr. 12.

28 til 31. mars (mánu- til fimmtudags) NSK/NKK fundur.

Apríl.

6. apríl (miðvikudagur). Stjórnarfundur nr. 13.

(10 apríl til 18 apríl.  Dymbilvika/páskar. )

27. apríl (miðvikudagur) Stjórnarfundur nr. 14.

Maí.

11. maí (miðvikudagur). Stjórnarfundur nr. 15.

14. maí (laugardagur). Aðalfundur.

9.   Önnur  mál.

Engin önnur mál

Fundi slitið  kl. 16:015

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.