Drekar og dýflissur

Við hittumst upp á 2. hæð í Hamrahlíð 17, klukkan 18:00 og spilum til klukkan 21:00. Boðið verður upp á pítsur og gos.

Við miðum við að spilarar séu ekki yngri en 12 ára og ekki eldri en 18 ára. Skráning fer fram í gegnum skrifstofu Blindrafélagsins í síma 525-0000 eða í gegnum netfangið afgreidsla@blind.is.

Stefnt er að hafa spilakvöldin annan hvorn fimmtudag fram að jólum ef næg þátttaka fæst.