Þriðjudaginn 18. apríl næstkomandi, verður opinn hádegisfundur í sal Blindrafélagsins á annarri hæð í Hamrahlíð 17. Fundurinn hefst klukkan 13:00.
Á netinu og víða er verið að hvetja fólk að fá sér rafræn skilríki til að fá betri og auðveldari aðgang að þjónustu og upplýsingum. En hvað eru rafræn skilríki og eru þau eitthvað sem þú átt að fá þér? Þau eru einfaldur og auðveldur kostur fyrir marga, en fyrir suma geta þau verið þung og erfið í notkun. Íslensk rafræn skilríki eru gefin út af fyrirtækinu Auðkenni. Af öryggis ástæðum fylgir fyrirtækið ströngum reglum í úthlutun skilríkja, sem ekki allir einstaklingar ná að uppfylla.
Við fáum í heimsókn starfsfólk frá Auðkenni sem mun fara yfir þetta með okkur og svara spurningum.
Allir hjartanlega velkomnir.