Jóla Opið hús, laugardaginn 16. desember.
Húsið opnað kl. 10:30 og dagskrá hefst kl. 11:00.
Gestir í Opnu húsi að þessu sinni verða Elísabet Brekkan og Hljómsveitin Baggalútur. Elísabet ætlar að skemmta með léttum erindum. Klukkan 12:00 verður borið fram kalt hangikjöt með öllu tilheyrandi og kostar máltíðin kr. 3.000 á mann. Að loknum hádegisverði mætir hljómsveitin Baggalútur. Þeir munu sjá til þess að koma öllum í jólaskap sem ætti að endast fram yfir þrettándann.
Allir eru velkomnir.
Skráning er hafin á skrifstofu Blindrafélagsins í síma 525 0000 eða á netfanginu afgreidsla@blind.is. Síðasti skráningardagur er miðvikudaginn 13. desember.
Mætum nú sem flest og undirbúum jólin með því að hlýða á Elísabetu Brekkan og njóta jólatónlistar að hætti Baggalúta.
Kær kveðja,
Steinunn Helgu.