Sunnudaginn 3. desember kl 18:00 mun Ungblind halda Jólabíósýningu í sal félagsins. Kosið verður um hvaða mynd horft verður á, myndin verður á ensku, með sjónlýsingu og íslenskum texta. Boðið verður upp á popp, gos og smá sælgæti en fólk má auðvitað líka koma með sitt eigið.
Einnig ætlum við að vera með smá happdrætti og veitt verða verðlaun fyrir jólalegan klæðaburð svo endilega grafið upp jólapeysurnar ykkar!
Viðburðurinn er opinn öllum óháð aldri svo endilega látið sjá ykkur.
Skráning fer fram í gegnum skrifstofu Blindrafélagsins í síma 525 0000 eða í gegnum netfangið afgreidsla@blind.is. Ef fólk vill stinga upp á mynd til að horfa á má senda póst á ungblind@blind.is.
Kveðja, Ungblind.