BlindShell símarnir eru fyrstu takka símarnir hér á landi sem tala íslensku og hafa einfalt og stór skjáviðmót. Þeir eru sérstaklega góður fyrir fólk sem getur ekki notað snjallsíma með snertiskjá og virka mjög vel fyrir blinda og sjónskerta notendur.
Kynning verður á BlindShell símanum, þriðjudaginn 3. október og hefst kynningin kl. 14:15. Eftir stutta kynningu á símunum verður viðstöddum gefið tækifæri á að skoða símann og prófa hann til að átta sig betur á því hvernig hann virkar. Helena hjá Sjónstöðinni verður með kynninguna ásamt Baldri Snær hjá Blindrafélaginu.