Opið Hús

Þriðjudaginn 3. október verður Steinunn Helgu Hákonardóttir umsjónarmaður. Gestir hennar verða ekki af verri endanum. Lára Jóna Sigurðardóttir systir Fjólu sem vann hjá Blindravinnustofunni og Daufblindrafélagið Fjóla er skírt eftir, ætlar að segja okkur frá ýmsu eins og til dæmis ferðalögum sínum um landið og erlendis. Síðan fær hún til sín Sigurð Hannesson sem mætir með harmonikkuna sína og með honum verður Haraldur píanisti.