Gulum Reykjavík - Vitundaráta ungs sjónskerts fólks í þágu bætts aðgengis

Fréttatilkynning frá Blindrafélaginu

Gulum Reykjavík, vitundarátak ungs sjónskerts fólks í þágu bætts aðgengis, er samstarfsverkefni á vegum ungmennahreyfinga Blindrasamtakanna á Norðurlöndum. Það byggir á hugmyndafræði grasrótarsamtakanna NoisyVision: http://www.noisyvision.org/en/ þar sem sjónrænt aðgengi fyrir sjónskerta er skoðað á almennum svæðum í umhverfi okkar á sama hátt og í verkefninu Yellow the World: http://www.noisyvision.org/en/category/read/projects/.

Þeir sem eru sjónskertir hafa mjög  mismunandi sjón, auk þess sem sjón allra breytist og versnar með hækkandi aldri. Gott sjónrænt aðgengi í umhverfinu dregur úr slysahættu og er okkur öllum mikilvægt, en þó sérstaklega sjónskertu fólki og þeim sem eru farnir að eldast. Dæmi um einfaldar en mikilvægar aðgengislausnir eru:

  • Að rými séu búin fullnægjandi lýsingu.
  • Að brúnir á tröppum séu merktar í andstæðum litum.
  • Að staurar séu í andstæðum og vel sjáanlegum litum.
  • Að glerhurðir og -veggir séu vel sjáanleg.
  • Að skilti og merkingar séu í andstæðum litum og notast sé við stóra og skýra stafi.
  • Að strætisvagnar séu merktir í andstæðum litum og með stórum og skýrum stöfum.

 

c1dea34d-d2cc-466e-9f7d-2cd2a578491f

 

Verkefnið mun fela í sér að kanna og meta aðgengi á ákveðnum stöðum í Reykjavík í þeim tilgangi að auka vitund fyrir mikilvægi bætts sjónræns aðgengis fyrir alla. Meðal annars mun aðgengi í Hörpu og Ráðhúsi Reykjavíkur verða skoðað. Notast verður við gula miða með hnefa með þumallinn upp á þeim stöðum þar sem aðgengi er til fyrirmyndar en með þumallinn niður þar sem það er ábótavant. Einnig mun verða sett litað limband á tröppur auk þess sem   gangstéttabrúnir og aðrar hindranir verða krítaðar í skærum litum.

Verkefnið verður unnið dagana 22..-24. júní. Fyrsti dagurinn verður notaður í hugmyndafræðilega vinnu í hús Blindrafélagsins. Næstu tvo dagar verða hóparnir í borginni: fyrri daginn, föstudaginn 23. júní verður aðgengi skoðað en daginn eftir er áætlunin að sýna hvernig væri hægt að bæta aðgengi. Sunnudaginn 25. júní verður farið í gönguferð í Reykjadal til að slaka á.

Þátttakendur verða frá öllum Norðurlöndunum auk félaga Blindrafélagsins. Dario Sorgato, upphafsmaður og eigandi Yellow the world hugmyndarinnar, verður leiðbeinandi.

Nánari upplýsingar veita Marjakaisa Matthíasson sími: 525 0011/ GSM: 899 8695 og Sigríður Hlín Jónsdóttir GSM: 777 2886

Fleiri upplýsingar um Blindrafélagið og viðburði er að finna á www.blind.is eða faceboooksíðu félagsins
og í síma 525 0000