Afmælishappdrættið 2024 er hafið.

Sala á miðum í afmælishappdrætti Blindrafélagsins er hafin. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fjármagnar starfssemi sína að langmestu leyti með sjálfsaflafé. Þar gegnir happdrætti félagsins, með sínum glæsilegu vinningum, veigamiklu hlutverki. Með því að kaupa happdrættismiða tekur þú virkan þátt í að styðja til sjálfstæðis blindra og sjónskerta einstaklinga á öllum aldri og stuðlar þannig að auknum lífsgæðum þeirra og um leið betra samfélagi.

Kaupa happdrættismiða á heimasíðu félagsins.

Bakhjörlum félagsins og þau sem hafa áður styrkt gætu hafa verið sendar valkröfur í heimabanka. Þau sem hafa ekki fengið kröfur en vilja kaupa happdrættismiða er bent á vefverslun eða að hringja í síma 525 0000. Miðaverð er 3.300 kr.
Þau sem kjósa að styrkja Blindrafélagið með miðakaupum, eiga möguleika á að vinna einhvern eftirtalinna vinninga:

  • Toyota Yaris Active að verðmæti kr. 4.890.000
  • 10 gjafabréf frá Erninum, hvert að vermæti kr. 500.000
  • 25 ferðavinningar með leiguflugi frá Heimsferðum, hver að verðmæti kr. 300.000
  • 50 gistivinningar fyrir tvo í 7 nætur með morgunverð á þriggja stjörnu Íslandshóteli að eigin vali, hver að verðmæti kr. 202.300
  • 20 Samsung Galaxy S24, 128 gb, hver að verðmæti kr. 159.900
  • 20 Samsung Galaxy Tap A9 LTE 4 64 GB spjaldtölva að verðmæti kr. 44.995
  • 15 gjafakort frá Smáralind, hvert að verðmæti kr. 100.000


Alls 141 skattfrjálsir vinningar að verðmæti kr. 33.102.900

Útgefnir miðar eru 60.000.

Dregið verður í happdrættinu 8. júlí 2024.

Ljósmynd af Afmælishappdrættismiðanum, á myndinni kemur fram sami textii.

Verkefni Blindrafélagsins eru fjölbreytt og meðal verkefna sem félagið vinnur ötullega að er að úthluta fleirum blindum einstaklingum leiðsöguhunda.


Í 85 ár hefur Blindrafélagið, með öflugum stuðningi íslensks almennings, barist af alefli fyrir réttindum blindra og sjónskertra einstaklinga og í dag er félagið í fararbroddi í jafnréttisbaráttu fatlaðra á Íslandi.