Félagsmálaráðherra í heimsókn.

 Hann var kynntur fyrir fjölbreyttri starfsemi Blindrafélagsins af starfsfólki félagsins, svo heimsótti hann Blindravinnustofuna og fékk kynningu á starfsemi  hennar, auk þess var Þjónustu og þekkingarmiðstöðin fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga heimsótt og kynnt. 

Mynd af hópnum Ingólfur rekstrarstjóri Blinravinustofunnar, Karl Pét­ur, aðstoðarmaður ráðherra, Kristinn Halldór, framkvæmdarstjóri Blindrafélagsins, Benjamín, Fagstjóri sérkennsluráðgjafar og framleiðsludeildar, Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, Sigþór Unnsteinn, formaður Blindrafélagsins og Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.