Nýjar talgervilsraddir komnar í opna prufu fyrir Android.

Vegna þess að Karl og Dóra eru á leið út úr Android stýrikerfinu, hefur Grammatek unnið undanfarna mánuði að forritinu Símaróm. Símarómur er talgervilsapp fyrir íslensku. Þetta forrit er nú komið í opna prufu og hvetjum við notendur að prufa raddirnar og aðstoða við áframhaldandi þróun á þessu forriti. Hægt er að senda athugasemdir um framburð eða virkni til Grammatek í gegnum forritið þegar það hefur verið uppsett á Android tækið.

 

Þessi útgáfa bíður aðeins upp á netútgáfu af röddunum, sem þýðir að texti sem er lesinn er sendur á vefþjónustu, sem sendir svo upplesturinn til baka sem er svo spilað á tækinu. Þetta getur virkað hægvirkt fyrir þá sem reiða sig á skjálestur á íslensku, en von er á röddum síðar sem hægt verður að hala niður á Android tækin og verður þá skjálesturinn töluvert hraðvirkari.

 

Margir notendur sem fengu nýja síma, eða uppfærðu sín Android tæki í Android 11, misstu út Karl og Dóru raddirnar úr sínum tækjum. Þessir notendur ættu nú að geta nýtt sér aftur íslenskar raddir í sínum Android tækjum með Símaróm.

 

Hægt er að nálgast Símaróm á Google Play: https://play.google.com/store/apps/details?id=com.grammatek.simaromur

 

Á YouTube er hægt að skoða kynningarmynd um verkefnið: https://www.youtube.com/watch?v=PRCBS6_XqQQ

 

Símarómur er hluti af verkefnaáætlun Almannaróms og SÍM (Samstarf um íslenska máltækni) og er unnið af Grammatek.

https://almannaromur.is/

https://icelandic-lt.gitlab.io/

https://www.grammatek.com/