Skráning og gögn fyrir aðalfund Blindrafélagsins 10. maí 2025.

Hægt er að skrá sig á aðalfundinn hér á heimasíðu félagsins, með því að senda póst á afgreidsla@blind.is eða með þvi að hringja í síma 525 0000 á skrifstofutíma.

Á sama hátt er óskað eftir kjörgögnum.

Opnað verður fyrir rafræna atkvæðagreiðslu á skrifstofu félagsins þriðjudaginn 29. apríl og er hægt að kjósa á opnunartíma skrifstofunnar fram til kl. 15:00 föstudaginn 9. maí.

Félagsmenn geta greitt atkvæði með eftirfarandi hætti:

a) Í rafrænni kosningu í aðgengilegu og öruggu kosningakerfi.
b) Í rafrænni kosningu með aðstoð frá skrifstofu félagsins.
c) Í rafrænni kosningu á aðalfundi.

Kynning á frambjóðendum til stjórnar Blindrafélagsins.

Kosið verður í stöðu tveggja aðalmanna og tveggja varamanna í stjórn Blindrafélagsins og ræður atkvæðafjöldi því hverjir taka sæti sem aðalmenn og varamenn.

Eftirtaldir hafa gefið kost á sér:

Guðmundur Rafn Bjarnason
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen
Unnur Þöll Benediktsdóttir
Þorkell Jóhann Steindal

Ársskýrsla Blindrafélagsins fyrir starfsárið 2024-2025.

Skýrsluna má lesa hér á PDF-sniði.

Skýrslan er einnig aðgengileg í Vefvarpinu á daisy formati.