Tæknifréttir – Nýjar lausnir komnar og aðrar í vinnslu.

 

Nokkrar af afurðum íslensku máltækniáætlunarinnar eru farnar að líta dagsins ljós. Hér eru nokkrar þeirra og hvetjum við alla til að prófa þær.

Flestir þekkja eflaust Google Translate sem þýðir texta á milli tungumála og er íslenska þar á meðal. Nú hefur vefurinn www.velthyding.is 12(32.4%) verið opnaður formlega. Er hann betri en Google Translate? Við leyfum hverjum sem er að dæma um það fyrir sig að svo stöddu.


Annar vefur sem kominn er út er www.yfirlestur.is 6(16.2%) þar sem hægt er að setja inn eða afrita inn texta og láta lausnina fara yfir hann fyrir sig. Hún gefur síðan ábendingar um ýmislegt sem betur mætti fara.


Sömuleiðis hefur Embla haldið áfram í þróun og nýjum fyrirspurnarmöguleikum verið bætt þar inn. Embla, fyrir þá sem ekki vita, er smáforrit (app) sem virkar bæði á Apple og Android tækjum og getur svarað munnlegum fyrirspurnum. Dæmi um fyrirspurnir má nálgast í valmynd appsins undir liðnum Leiðbeiningar.

Nýjar Android raddir eru einnig í þróun. Nýverið kom út uppfærsla þar sem verið er að færa virkni raddanna af netinu og yfir á tækin sjálf, þannig að hægt sé að nota raddirnar án þess að vera í netsambandi. Því miður tókst ekki í þeim fasa að auka snerpu virkninnar, en unnið er að því hörðum höndum að þær virki jafn hratt og vel, ef ekki betur, en forverar þeirra.