Fundargerð aðalfundar 26. maí, 2022.

Aðalfundur Blindrafélagsins 26. maí 2022.

1. Fundarsetning

Formaður félagsins Sigþór U. Hallfreðsson setti fundinn kl. 13. Hann nefndi í ræðu sinni að nú væri þörf á að glæða líf í félagsstarfið eftir covid-tímann.

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Formaður félagsins lagði til að Jón Þór Víglundsson yrði fundarstjóri og Marjakaisa Matthíasson fundarritari. Var það samþykkt.

3. Kynning fundarmanna

Fundinum sótti 30 manns, í salnum sat 22 manns en 8 tók þátt rafrænt. Auk þess fylgist 5 manns með fundinum í vefvarpinu.

4. Fundargerð síðasta aðalfundar borin upp til samþykktar

Fundargerðin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.

5. Inntaka nýrra félaga

Marjakaisa Matthíasson kynnti félagsmenn sem gengu í Blindrafélagið á starfsárinu. Þeir eru 61 talsins. Félagsaðild þeirra var staðfest samróma.

6. Látinna félaga minnst

Marjakaisa Matthíasson minntist þeirra félagsmanna sem féllu frá á starfsárinu. Þeir voru 72 talsins.

7. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðastliðnu ári.

Formaðurinn flutti skýrslu stjórnar og nefndi að af 20 starfsmönnum félagsins eru 11 sjónskertir. Covid hafði ekki haft áhrif á hefðbundinn rekstur þó það hafi komið niður á félagstarfinu. Suma viðburði hafði verið hægt að halda rafrænt, m.a. félagsfundina í nóvember og febrúar, sömuleiðis jólahlaðborðið og þorrablótið. Hann sagði einnig frá fyrirhugaðri stækkun Hamrahlíðar. Hann nefndi einnig að Blindrafélagið sé búið gera ferðaþjónustusamning við 730 manns sem nýta sér þessa þjónustu í 12 sveitarfélögum. Fleiri sveitafélög bætast við þegar einstaklingar óska eftir þessari þjónustu. Búið er að taka í notkun nýtt umsjónarkerfi sem ber heitið Brynja.

Formaðurinn sagði einnig frá aðgengismálum. Blindrafélagið hefur látið gera aðgengisúttektir á heimasíðum sumra stofnanna, m.a. á Heilsuveru og RUV. Það þarf einnig að tryggja aðgengi blindra og sjónskertra að posum með snertiskjá. Þetta er alþjóðlegt vandamál sem ekki er búið að leysa. Einnig er enn bið eftir nothæfum talgervil fyrir Android kerfið.

Umræður um skýrslur.

Rósa María Hjörvar forvitnaðist um hvenær von væri á nýja talgervlinum. Baldur Snær Sigurðsson útskýrði að fyrirtækið Grammatek hafi skilað inn ónothæfri rödd og því hefur Blindrafélagið haft samband við hollenska fyrirtækið ReadSpeaker sem er að skoða máltæknitól frá Almannarómi til að reyna að búa til sína rödd. Grammatek er að hanna sína rödd á vegum Almannaróms.

Lilja Sveinsdóttir nefndi prjónakaffið og bókmenntaklúbbinn í félagsstarfinu og Halldór Sævar Guðbergsson bætti við nýstofnaða íþróttadeild sem sá um gönguskíðaferð á Drangsnesi í mars.

Halldór Sævar Guðbergsson nefndi líka að þörf væri á því að Blindrafélagið aðstoði fólk við að fá þjónustu í liðveislu og tók Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir undir. Sigþór U. Hallfreðsson samsinnir en benti á að þörfin fyrir þjónustuna þarf að koma frá einstaklingunum.

8. Kynning og afgreiðsla ársreikninga félagsins og sjóða sem eru í eigu félagsins.

Löggiltir endurskoðendur Blindrafélagsins þær Hjördís Ýr Ólafsdóttur og Gerði Björnsdóttur frá KPMG kynntu efnahags og rekstrarreikninga félagsins. Gerður nefndi að áritun endurskoðanda sé hefðbundin og án fyrirvara. Rekstrartekjur voru 268 miljónir og rekstrargjöld 264 miljónir Rekstrarafkoma félagsins fyrir afskriftir fyrir fjármagnsliði var 12,13 miljónir en afskriftir 11,6 miljónir og var þá afkoma um 700.000 kr.

Umræður um ársreikningana.

Sigurjón Einarsson spurði um lækkun á hlutafé Blindravinnustofunnar um 10 miljónir. Ástaða fyrir hlutafjárlækkuninni var umtalsverð meira lausafé en til þurfti. Í stað þess að greiða arð var ákveðið að færa niður hlutafé og greiða til Blindrafélagsins.

Ársreikningar bornir upp til samþykktar

Reikningarnir voru samþykktir

9. Kosning formanns til tveggja ára.

Sigþór U. Hallfreðsson var sjálfkjörinn í embætti formanns.

10. Kosning tveggja aðalmanna og tveggja varamanna í stjórn.

Í framboði til stjórnarsetu voru 5 manns og fengu þau atkvæði á eftirfarandi hátt:
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir 33 atkvæði
Dagný Kristmannsdóttir 28 atkvæði
Rósa María Hjörvar 44 atkvæði
Sandra Dögg Guðmundsdóttir 37 atkvæði
Þórarinn Þórhallsson 31 atkvæði
Alls kusu 61 manns. Rósa María og Sandra Dögg voru kosnar í aðalstjórn og Ásdís Evlalía og Þórarinn í varastjórn.

11. Lagabreytingar.

Lögmaður félagsins Hákon Þorri Magnússon kynnti tillögur að lagabreytingum vegna nýrra laga um félag til almannaheilla. Lögum Blindrafélagsins þarf að breytta í samræmi við það. Þá er félögum heimilt að bæta við heitið sitt skammstöfunina fta = félag til allmannaheilla.

Breytingartillögur um 1 gr. 4. gr. 8. gr. 13. gr. 22. gr. og 23. gr. voru lagðar fram.

Tillaga um 1. gr.
Tillagan felur í sér að bæta skammstöfunina fta fyrir aftan heiti félagsins: Nafn félagsins er Blindrafélagið fta., samtök blindra og sjónskertra á Íslandi.

Tillaga um 4. gr.
Greinin hljóðar svo:
Félagsmaður getur hver sá orðið sem hefur sjón sem nemur 6/18 eða minna, eða hefur sjóngalla eða augnsjúkdóm sem jafna má við greinda sjónskerðingu að mati augnlæknis.

Breytingartillagan felur í sér að orðið „orðið“ verði skipt út fyrir „verið“.

Tillaga um að bæta við nýja 5. grein:
Úrsögn úr Blindrafélaginu skal berast skriflega. Skuldi félagsmaður árstillag til tveggja ára er stjórn Blindrafélagsins heimilt að skrá félagsmann af félagaskrá

Tillaga um 8. grein
Fyrir framan fyrstu setninguna bætist setningin: Aðalfundur hefur æðsta völd í málefnum félagsins.

Tillaga um breytingu á 13. grein
Það bætist ný önnur málsgrein sem kveður á um að stjórn Blindrafélagsins veiti stjórnarmönnum eða framkvæmdastjóra heimild til að rita firma félagsins. Ritunarréttin má afmarka á þann hátt að fleiri en einn fari með réttinn í sameiningu. Þessu fylgir einnig ný fjórða málsgrein sem hljómar svo: Stjórn Blindrafélagsins getur afturkallað heimild sem hún hefur veitt til að rita firma félagsins.

Tillaga um 22. grein
Í fyrsta lagi verður orðin „er slíka tillögu taka til meðferðar“ skipt út fyrir orðin „er slík tillaga er tekin til meðferðar“. Auk þess er bætt ný málsgrein sem kveður á um að fundur sem samþykkir að slíta félaginu ákveði hvernig fara skuli með eignir og skuldir félagsins. Jafnframt er þar afmarkað að þeim má einungis ráðstafa í samræmi við markmið félagsins.

Tillaga um 23. grein er formtillaga um að bæta þessum fundi á lista yfir fundi sem samþykkja lög félagsins.

Kristinn H. Einarsson lagði áherslu á að þessar tillögur þarf að samþykkja í heild sinni. Þær voru samþykktar.

12. Árstillag félagsmanna og gjalddagi þess.

Samþykkt var að halda árstillag félagsmanna óbreytt í 4000 kr.

13. Kosning í kjörnefnd.

Stjórn félagsins lagði til óbreytta kjörnefnd: Bessa Gíslason, Brynju Arthúrsdóttur sem aðalmenn og Sigtrygg R. Eyþórsson og Hörpu Völundardóttur sem varamann. Tillaga stjórnar var samþykkt án atkvæðagreiðslu.

14. Kosning tveggja skoðunarmanna.

Tillaga stjórnar um Hjört Heiðar Jónsson og Jón Heiðar Daðason sem skoðunarmenn var samþykkt.

15. Aðalfundur ákveður laun stjórnarmanna.

Ákveðið var að laun stjórnarmanna haldist óbreytt og er því 9000 kr.

16. Önnur mál.

Fyrir fundinum lágu þrjár ályktanir: Sú fyrsta fjallaði um frumvarp til laga um leigubíla. Rósa María Hjörvar vildi leggja meiri áherslu á viðkvæmri stöðu okkar hóps og ákveðið var að bæta inn málsgrein um það. Ályktunin var samþykkt með þessum breytingum.

Önnur ályktunin sem fjallaði um innleiðingu evrópsku vefaðgengistilskipunarinnar var samþykkt með þorra atkvæða.

Þriðja ályktunin um réttindi fatlaðs fólks var einnig samþykkt með öllum atkvæðum.

Sigga Björnsdóttir byrjaði umræðuna um Strætó og nefndi að leiðsögukerfið í strætó virkar ekki
vel og að Klappið virki ekki fyrir sjónskerta þar sem ekki er hægt stækka letrið. Rúna Garðarsdóttir tók undir og Rósa María hvatti til þess að hafa yrði samband við Strætó og kvarta yfir lélegri þjónustu.

17. Fundarslit.

Sigþór U. Hallfreðsson þakkaði fyrir góðan fund. Hann sleit fundinn kl. 16:15.