Félagsfundur Blindrafélagsins haldinn miðvikudaginn 17. nóvember 2021 kl. 17:00

Félagsfundur Blindrafélagsins haldinn miðvikudaginn 17. nóvember 2021 klukkan 17:00.

Fundarsetning

Formaður félagsins, Sigþór U. Hallfreðsson, setti fund kl. 17:08 og bauð alla fundarmenn velkomna. Hann sagðist vera ánægður að hægt væri að halda fundinn bæði í raunheimum og rafheimum.

Kjör starfsmanna fundarins

Samkvæmt tillögu formanns var Hlynur Þór Agnarsson kjörinn fundarstjóri og Marjakaisa Matthíasson fundarritari.

Kynning fundargesta

Alls voru 18 manns á fundinum, þar af 14 félagsmenn.

Afgreiðsla fundargerðar seinasta félagsfundar

Fundargerðin var lögð fram og samþykkt samhljóða.

Kynning á framgangi Máltækniáætlunar fyrir íslensku 2018-2022

Gestur Svavarsson, verkefnisstjóri fyrir samstarf um íslenska máltækni (SÍM), sagði stutt frá stöðu máltækniáætlunar stjórnvalda. Þátttakendur áætlunarinnar eru ýmsir samkeppnissjóðir og Almannarómur auk námsmanna í meistaranámi í máltækni. Um 60 manns taka þátt í vinnuna á ýmsum stöðum. Blindrafélagið tekur þátt í samstarfinu en Hljóðbókasafnið bættist í hópinn í fyrra.

Gunnar Þór Örnólfsson, sérfræðingur í máltækni hjá Háskólanum í Reykjavík sagði frá gagnaöfluninni á sviði talgervingar og talgreiningar. Talgreinir þarf að skilja mjög ólíkar raddir og útloka hávaða, m.a. bakraddir. Í raddsýnasöfnun Samróma hefur safnast yfir 2000 klukkustundir af tali. Þetta kemur að góðum notum við þróun talgreina sem skilja íslensku.

Við þróun talgervingar voru valdar 8 raddgjafar sem hver og einn las inn mikið magn af gögnum. Módelið lærir af öllum þessum röddum og getur m.a. nýst fólki með taugahrörnunarsjúkdóma sem vilja halda áfram að nota röddina sína. Í HR hefur verið þróað forskriftir fyrir einingavalstalgervla og talgervla sem byggja á djúptauganetum. Þær fyrrnefndu eru upptökur af tali sem hefur verið klippt niður í búta og eru Karl og Dóra dæmi um slíka talgervla en djúptauganetsraddir byggja á nýjum gögnum. Búið er að þróa tvær djúptauganetsraddir sem heita Álfur og Diljá og eru þær nú þegar aðgengilegar í gegnum skjálesara fyrir android. Verið er að þróa léttara módel fyrir síma sem notar ekki veftengingu og hefur það reynst snúnara en búist var við.

Einnig hefur verið unnið í þróun veflesari, sem vafraviðbót svo að notandinn þarf ekki að treysta á því að vefstjórar hafi sett veflesarann inn á síðuna sína.

Fundarmenn komu með ýmsar spurningar. M.a. var spurt hvort von væri á því að hægt væri að nota raddir úr Símarómi í notkunarforritum í Windows stýrikerfa. Samkvæmt Gunnari eiga þeir sem sjá um vefþjónustuna að gera raddirnar aðgengilegar en þær eru tilbúnar til notkunar. Það var mikill áhuga á notkun Álfs og Diljáar í Android kerfinu og lagði Rósa Hjörvar áherslu á að það væri betra að taka í notkun lélegan talgervil sem virkar en að bíða eftir fullkominni lausn. Samkvæmt Gunnari fer þetta eftir því hvernig tekst að létta djúptauganetsraddirnar til þess að hægt sé að keyra þær í síma.

Katla Ásgeirsdóttir frá Miðeind kynnti stöðuna á Emblu forritinu sem Miðeind hefur verið að þróa. Embla og Embluboxið er eina spjallmennið á íslensku, svipað þeim Siri og Alexa. Embla hlustar á fyrirspurnir og kann að svara nokkrum einföldum spurningum m.a. um veður, gengi gjaldmiðla og ferðir strætisvagna í rauntíma. Hún gefur upplýsingar um opnunartíma og staðsetningu verslana, komur og brottfarir millilandaflugs og flettir upp upplýsingum í símaskránni. Hún greinir setningar, ekki einungis stök orð.

Katla var að útskýra virkni Emblu sem er langur ferill: fyrsta skrefið er að notandinn spyr Emblu spurningu, hún sendir hljóðskrá í raddgreininguna sem sendir Emblu tíu túlkanir af fyrirspurninni, greinir ákvarðar hvaða túlkun er líklegust miðað við hvað er málfræðilega rétt. Eftir það sendir Embla spurninguna í vefþjónustu og fær svarið frá þjónustu og sendir það sem texta í talgervilinn sem sendir svarið í Emblu og spilar það.

Embluboxið er samstarfsverkefni Miðeindar og Reon. Í boxinu er vélbúnaður sem inniheldur hugbúnað Emblu. Boxið er í þróun en núna er það ferningslaga, u.þ.b 8 sinnum 8 cm á stærð. Stefnan er að gefa út fyrstu útgáfur eftir ár. Vonir standa til að Embluboxið komi með lausnir fyrir snjallheimili svo hægt sé að gefa skipanir á íslensku.

Að lokum var tekið fram að staðan í dag er allt önnur en fyrir þremur árum og eftir ár er hún aftur önnur. Nú skiptir meira máli að koma með vöruna á markaðinn en gæði hennar. Það er til fullt af efni sem hægt er nota til þróunar og eru allar áætlanir metnaðarfullar.

Önnur mál

Sigrún Bessadóttir frá Helsinki þakkaði fyrir möguleikann á að taka þátt í rafrænum fundi.

Fundarslit

Sigþór þakkaði fyrir góðum fundi og sleit honum kl. 18:35.