Fundargerð stjórnar nr. 10 2016-2017

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, Baldur Snær Sigurðsson (BSS) gjaldkeri, Sigríður Hlín Jónsdóttir (SHJ) ritari, Lilja Sveinsdóttir (LS) meðstjórnandi, María Hauksdóttir (MH) varamaður, Patrekur Andrés Axelsson (PAA) varamaður og Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

1.  Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna og bar upp tillögu að dagskrá sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var dagskrátillagan samþykkt einróma.

Lýst eftir öðrum málum: Engin mál boðuð.

2.  Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerðir 7. 8. og 9. funda voru teknar til afgreiðslu með athugasemdum frá MH sem snýr að því hvernig kjöri stjórna á varaformanni Blindrafélagsins var bókað á fundi stjórnar þann 16. ágúst. Fundargerðirnar voru samþykktar af aðalstjórn.

3. Skýrslur

Í skýrslu formanns var fjallað um:

     Stefnumót.

     Samráðsfund stjórnar, deilda og nefnda. 

     Fund um aðgengismál hjá ÞÞM. 

     Fyrirlestur á sjónverndardaginn. 

     Algild hönnun – aðgengis fundur. 

     Leiðsöguhundar og ferðafrelsi.

     Dagur Hvíta stafsins.

     Af norrænu samstarfi.

     Af vettvangi ÖBÍ.

Einnig fór formaður yfir skýrslur af WBU þinginu og NSK fundi

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

      Ferðaþjónustumál í Kópavogi.

      Hljómtæki í fundarsalinn.

      Hausthappdrætti Blindrafélagsins.

      Úthlutanir úr Stuðningi til sjálfstæðis.

      Jólaskemmtun starfsmanna.

      Starfslokasamningur.

Stjórn félagsins staðfesti styrk úthlutanir stjórnar Stuðnings til sjálfstæði.

4. Bréf og erindi.  

Engin erindi eða bréf.

5. Stefnumótið/Félagsfundur.

SUH kynnti fyrirkomulag vinnufundar 29.10.2016 til að fara yfir skýrsluna frá Stefnumótinu og stefnumótunarskýrslu stjórnar Blindrafélagsins frá haustinu 2014,  bera saman og samræma. Vinnufundurinn hefst kl 08:30 og gert er ráð fyrir að fundurinn standi fram eftir degi.  Niðurstöður þessarar vinnu verði svo kynntar á félagsfundi og ræddar. Félagsfundurinn verði haldinn 10 nóvember kl 17:00.

6. Endurnýjun á heimasíðu Blindrafélagsins.

RMH fór lauslega yfir stöðuna á heimasíðu Blindrafélagsins. Aðgengi að henni í gegnum snjallsíma og spjaldtölvur er mjög dapurt. Einnig hefur þjónusta við síðuna verið ábótavant. Síðan er orðin 8 ára gömul og er barn síns tíma. Það er því orðin þörf á að huga að því að smíða nýja heimasíðu. Samþykkt var að setja í gang vinnu við að skilgreina þarfir félagsins varðandi nýja heimasíðu, setja saman tímaáætlun og draga fram upplýsingar um væntanlegan kostnað

7. Endurnýjun tækja í sal Blindrafélagsins.

KHE og BSS gerðu grein fyrir athugunum á því hvað kostaði að endurnýja tækjabúnað í salnum. Núverandi tækjabúnaður er orðinn mjög lélegur og brýn þörf á endurnýjun hans og að setja upp búnað sem að gefur möguleika á að streyma viðburðum. Stjórnin samþykkti að veita heimild til halda áfram þessari vinnu og veita allt að 3 mkr. í verkefnið úr Verkefnasjóði.

Einnig var samþykkt að KHE og SUH kanni valkosti við að setja upp bætta lýsingu í salinn.

8. KNFB reader fyrir íslensku.

SUH og RMH gerði grein fyrir því að uppi væru áform um að setja íslensku inn í KNFB lesarann. Lesarinn virkar þannig að hann breytir mynd í texta og les svo textann með því að nota TTS rödd símans. Óskað hefur verið eftir íslenskum prófendum að búnaðinum og hafa nokkrir þegar gefið kost á sér.

9. Námsstefna fyrir forritara í janúar 2017.

SUH gerði grein fyrir hugmynd að setja upp námskeið á stafrænu aðgengi í tengslum við UT messuna í janúar fyrir forritara. Birki R. Gunnarssyni hefur verið boðið að koma á messuna. Ákveðið að þróa hugmyndina frekar í samstarfi við Birki.

10. Yellow the world Reykjavík

SHJ og RMH gerðu grein fyrir verkefninu gulum Háskóla Íslands, sem að tókst mjög vel þrátt fyrir að samskipti við starfsfólk HÍ hafi verið upp og ofan.

Ákveðið var að RMH og SHJ myndu þróa hugmyndina og óska eftir samstarfi við Noisy Vision um gulun Reykjavíkur sumarið 2017 og að fá Noisy Vision til samstarfs í norrænu/evrópsku aðgengisverkefni í Reykjavík sumarið 2017.

11. Kynningar

RMH gerði grein fyrir þeim kynningarverkefnum sem að hafa verið sett í gang á miðlum félagsins og þeim sem eru fram undan. Þar er meðal annars um að ræða fjáraflanir félagsins, dag íslenskrar tungu og flugeldaslys í kringum áramótin.

12. Önnur mál.

Engin önnur mál.

Fundi slitið kl. 18:10

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.