Fundargerð stjórnar nr. 8 2016-2017

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, Baldur Snær Sigurðsson (BSS) gjaldkeri, Sigríður Hlín Jónsdóttir (SHJ) ritari, Lilja Sveinsdóttir (LS) meðstjórnandi, María Hauksdóttir (MH) varamaður, Patrekur Andrés Axelsson varamaður og Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Forföll: Elínborg Lárusdóttir

1.  Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna og bar upp tillögu að dagskrá sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var dagskrátillagan samþykkt einróma.

Lýst eftir öðrum málum: Engin önnur mál boðuð.

2.  Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 7.  MH kom á framfæri athugasemd við lið nr. 5. kosning varaformanns. Fundargerð sem send hafði verið stjórnarmönnum, var samþykkt með framlögðum athugsemdum.

3. Skýrslur

Í skýrslu formanns var fjallað um:

       Alheimsþing WBU og ICEVI í Florida 17 til 25 ágúst.

       Stefnumót.

       Fund um dag Hvíta stafsins.

       Aðgengi að ferðamannastöðum.

       Afhending á leiðsöguhundi.

       Fund fólksins.

       Kynningu á niðurstöðum Gallup könnunar.

       Af norrænu samstarfi.

       Af vettvangi ÖBÍ.

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

       Ferðaþjónusta Blindrafélagsins.

       Kynningu á skoðanakönnunum Gallup.

       Starfsmannamál.

       Fund fólksins.

       Félagsgjöld EBU.

       Styrktarsjóðinn Stuðning til sjálfstæðis.

       Fund með Þjónustu og þekkingarmiðstöðinni.

       Afhending leiðsöguhunds.

       Reglur um dýrahald í fjölbýlishúsum.

       Bréf til leigjenda Blindrafélagsins.

       Oxymap segir upp leigusamningi.

       Hagnýtar upplýsingar og tillögur um notkun sjálfvirkra hjartastuðstækja á Íslandi.

Samþykkt var tillaga framkvæmdastjóra um að allur kostnaður vegna ferðaþjónustu þeirrar Ívu Marin og Snæfríðar Ingadóttur, á meðan að unnið var að lausn á ferðaþjónustumálum þeirra gagnvart Kópavogsbæ, verði færður á Verkefnasjóð.

4. Bréf og erindi.  

       Tilkynning um nýja félagsmenn, sent stjórnarmönnum.

       Tilkynning um hvatningarverðlaun ÖBÍ.

5. Skipan í stjórn sjóðsins Stuðningur til sjálfstæðis.

SUH gerði grein fyrir að stjórn félagsins þyrfti að skipa fulltrúa félagsins í stjórn Stuðnings til sjálfstæðis. Fram til þessa hefur tíðkast að formaður félagsins hafi setið í stjórn sjóðsins. Stjórnin samþykkti einróma að skipa SUH í sjóðsstjórnina.

6. Sjónverndardagurinn og Dagur Hvíta stafsins.

Á degi Hvíta stafsins 15. október mun Ungblind standa fyrir að gula Háskóla Íslands (#Yellowtheworld) að hætti Noisy Vision og vekja með því athygli á hversu lítið þarf oft til að bæta aðgengi.

Á alþjóðlegum sjónverndardegi 13. október mun síðan verða vakin athygli á mikilvægum sjónverndarráðum á samfélagsmiðlunum.

8. Stefnumótið.

Formaður bauð Sigurborgu Kr. Hannesdóttur velkoman til að kynna skýrslu sem hún tók saman um helstu niðurstöður Stefnumótsins, sem að stjórn Blindrafélagsins bauð félagsmönnum til þann 25. maí siðastliðinn og hún stýrði.

Sigurbjörg fór yfir skýrsluna og gerði grein fyrir helstu atriðum hennar.

Í inngangi skýrslunnar segir meðal annars:

„Eftir setningu formanns fóru fram umræður í hópum, í tveimur umferðum.  Í fyrri umferð ræddu þátttakendur tvær spurningar, „Hver erum við og hvað gerum við?“  Í þeirri síðari veltu þeir fyrir sér spurningunni „Hverju eiga siðareglur að breyta?“  Umræðan fór fram með svokölluðu „Heimskaffi“ fyrirkomulagi, eða „World Café“, samræðuformi sem notað hefur verið víða um heim í yfir 20 ár.  Þátttakendur byrjuðu umræðu í hópi, hluti hópsins dreifði sér síðan í aðra hópa og loks komu þeir aftur til baka í upphafshópinn.  Með þessu fékkst meiri gerjun og breidd í umræðuna.  Þátttakan var mjög góð og umræður líflegar.

Meðal þess sem kemur fram í lokaorðum skýrslunnar er:

„Með Stefnumótinu var sett á dagskrá sú vinna sem stjórn Blindrafélagsins var falin   aðalfundi í mars 2016, að huga að breytingum á lögum og verkferlum og gerð siðareglna fyrir félagið.
Vel var mætt til Stefnumótsins, umræður voru líflegar og ríkti jákvæður andi yfir hópnum. Hér hefur verið gert grein fyrir helstu skilaboðum þátttakenda. 
Stjórn mun nú vinna úr þessum skilaboðum og taka ákvörðun um næstu skref.  Það ríkir greinilega ánægja með mjög margt í starfsemi Blindrafélagsins.
Skilaboð Stefnumótsins eru ekki um byltingu, heldur breytingar sem styrkja siðferðilegan grunn félagsins.  Og félagsmenn hafa greinilega væntingar til þess að einhverjar breytingar verði lagðar fyrir næsta aðalfund.
Þetta eru stór viðfangsefni og því er mikilvægt nú að forgangsraða út frá því hvaða breytingar eru brýnar, til að ekki verði færst of mikið í fang.  Ferlið hófst með samtali við félagsmenn og vert að skoða hvernig aðkoma þeirra gæti verið í framhaldinu.  Samtalið miði að því að draga fram sem flest sjónarmið, og gagnkvæman skilning, þar sem þess er kostur.  Það er kannski ekki raunhæft að „öll dýrin í skóginum“ geti verið vinir, eins og einhver orðaði það á Stefnumótinu, en það skiptir máli fyrir stjórn og fyrir félagið sem heild, að sem mest sátt ríki um þær breytingar sem félagið vill vinna að.“

Varðandi ítarlegri umfjöllun vísast í skýrsluna sjálfa.

Að lokinni yfirferð yfir skýrsluna hófst umræða um forgangsröðun verkefna, þ.e framsetningu verklagsreglna í starfsemi félagsins, tillögum að siðareglum og lagabreytingum og hvernig best væri staðið að framgangi þeirra.

Meðal atriða sem Sigurborg nefndi að stjórn tæki til frekari umfjöllunar, áður en að boðað yrði til frekari fundarhalda með félagsmönnum eru siðareglur, umfang þeirra og aðgerðaráætlun ef þær eru brotnar, hæfi og vanhæfi félagsmanna til kjörgengis, lengd stjórnarsetu og sólarlagsákvæði, ráðningar starfsfólks, hækkun sjónskerðingarmarka fyrir félagsaðild, lagabreytingar á grundvelli siðareglna. Síðan eigi sér stað samtal við félagsmenn um þær tillögur sem fyrir liggja og á þeim grundvelli verði tillögur fullunnar fyrir aðalfund.

9. Önnur mál.

MH vildi að færð yrðu til bókar mótmæli hennar vegna þess sem hún kallaði  stefnubreytingar  formanns sem fæli í sér að hann héldi upplýsingum frá stjórn félagsins. Þær upplýsingar sem MH nefndi til sögunnar og sagðist vera ósátt með að fá ekki sendar í tölvupósti eru Gallup kannanirnar frá því í sumar og ráðningasamning við formann félagsins.

SUH gerði grein fyrir að ekki væri um neina stefnubreytingu að ræða. Sérstakur kynningarfundur hafði verið haldinn með sérfræðingi Gallup fyrir stjórn og starfsmenn. Á fundinum var farið ítarlega yfir kannanirnar og til stæði að halda annan kynningarfund fyrir þá stjórnarmenn sem náðu ekki að mæta. Auk þess hefði verið gerð ítarleg grein fyrir meginniðurstöðum kannanna í skýrslu framkvæmdastjóra.

Hvað varðar ráðningarsamning við formann þá var hann rækilega kynntur, ræddur og samþykktur samhljóða á 4. fundi stjórnar, sem haldinn var þriðjudaginn 17. maí. Það hefur ekki tíðkast að ráðningasamningar félagsins séu sendir á rafrænu formi á aðal og varamenn í stjórn félagsins.

Það verður því ekki séð að einhver stefnubreyting um að halda upplýsingum frá stjórn félagsins hafði átt sér stað.

Fundi slitið kl. 19:10

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.