Fundargerð stjórnar nr. 3 2016-2017

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varaformaður, Baldur Snær Sigurðsson (BSS) ritari, Rósa María Hjörvar (RMH) gjaldkeri, Sigríður Hlín Jónsdóttir (SHJ) meðstjórnandi, Elínborg Lárusdóttir (EL) varamaður, Patrekur Andrés Axelsson (PAA) varamaður og Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Forföll: Lilja Sveinsdóttir (LS) varamaður og María Hauksdóttir (MH) varamaður 

1.  Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna. Tillaga að dagskrá var samþykkt.

Lýst eftir öðrum málum:

2.  Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 2. fundar, sem send hafði verið stjórnarmönnum, var samþykkt.

3. Skýrslur

Í skýrslu formanns var fjallað um:

       Liðsinni við félagsmann

       Stefnumótið.

       Liðsinni Blindrafélagsins við flóttamannafjölskyldu.

       Fund með Suðurlandsdeild.

       Fund með 67+ hópnum.

       Ritstjórnarfund Víðsjár.

       Verkefnahóp um útgáfumál.

       Aðalfund Almannaheill.

       Af vettvangi ÖBÍ.

BSS gerði grein fyrir að hann væri að vinna að því að gera lista yfir póstlista sem félagið væri að fá póst í gegnum og á hverja pósturinn væri áframsendur á.

SUH gerði munnlega grein fyrir umræðupunktum frá NSK og NKK fundinum. Umræður sköpuðust um nýjan punktaletursskjá og staðsetningartæknina IBeacon sem er samsvarandi Blindravitanum, sem er innlent verkefni sem Blindrafélagið styrkti.

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

       Rekstraryfirlit fyrir fyrsta ársfjórðung 2016. 

       Vorhappadrætti Blindrafélagsins 2016.        

       Ferðaþjónustusamning við Mosfellsbæ.

       Starfslokasamkomulag við Bergvin Oddsson

       Retina International heimsráðstefnu 2020   

       Talgervilsraddirnar Dóra og Karl.       

       Zenter appið        

       Fund með Sjá.     

       Gallup

Að tillögu BSS var samþykkt að KHE og BSS myndu ræða við ÖBÍ um ráðstefnuhald um aðgengismál næsta haust.

4. Bréf og erindi.  

Engin til afgreiðslu.

5. Starfshlutfall formanns.

Formaður opnaði umræðuna og leitaði eftir afstöðu stjórnarmanna til ráðningar. Samþykkt að fela varaformanni, gjaldkera og framkvæmdastjóra að gera ráðningasamning við formann sem yrði svo lagður fyrir stjórn.

6. Fjárhagsáætlun rekstraryfirlit.

KHE fór yfir og kynnti  rekstraryfirlit fyrir fyrstu 3 mánuði ársins. Megintölur úr rekstraryfirliti fyrir fyrsta ársfjórðung 2016 eru:
Tekjur: 57,3 mkr.  Áætlaðar tekjur: 55,2 mkr. Tekjur 2015: 52,6 mkr.  Tekjur 3,8% umfram áætlun.
Gjöld: 63,1 mkr. Áætluð gjöld: 57,5 mkr.     Gjöld 2015: 52,7 mkr. Gjöld 9,8% umfram áætlun.

Megin skýringar á mun á tekjum liggur í aukinni vörusölu og bættri innkomu fjáraflanna.

Gjaldamegin eru meginskýringarnar þessar: Endurgreiðsla frá VMST vegna vinnustaðasamninga fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins, uppá um 2 mkr. var ekki greidd fyrr en í apríl. Gjaldfærður kostnaður vegna sannleiksnefndarinnar og tengdra atriða er um 4 mkr. Samtals er þetta um 6 mkr. En munur á milli áætlaðra gjald og raungjalda er um 4 mkr. 

Samþykkt var að færa á verkefnasjóð kostnað sem orðið hefur til í kringum sannleiksnefndina og tengdra atburði, alls 5,8 mkr.

7. Samstarfssamningur við Fjólu.

Málinu vísað til frekari vinnslu formanns, varaformanns og framkvæmdastjóra.

8.Viðhorfskönnun Gallup.

KHE sagði frá því  að árið 2009 hafi Blindrafélagið staðið fyrir því að láta Gallup gera skoðanakönnun á viðhorfum til blindu og sjónskerðingar meðal almennings. Árið 2011 og  svo aftur 2014 voru kannanirnar endurteknar og þá bætt töluverðu við þær. Sérstaklega var farið í umtalsverða vinnu við að bæta könnunina árið 2014.

Þessar kannanir hafa komið að miklu gagni í starfi félagsins. Nú hefur Gallup haft frumkvæði af því að gera Blindrafélaginu tilboð í nýja könnun, sambærilega þeirri sem gerð var árið 2014. 

Að tillögu formanns var samþykkti að hann og framkvæmdastjóri myndu fara yfir tilboðið, spurningarnar og skila tillögu á næsta stjórnarfund.

9. Móttaka flóttamanna/félagsmenn.

Frestað.

10. Jafningjastuðningur og trúnaðarmannakerfið, framhald umræðu frá seinasta fundi.

Frestað.

11. Stefnumót.

Formaður kynnti Sigurborgu Kr. Hannesdóttur frá Ildi hf sem sagði í stuttu máli frá þeim aðferðum sem hún hefur verið að beita á íbúafundum til að ná fram almennri virkni meðal þátttakenda þannig að þeim finnist þeir vera þátttakendur á jafningjagrundvelli. Sigurborg óskaði síðan eftir því að fá að heyra frá stjórnarmönnum hvaða væntingar þeir hefðu til ferilsins. Fundarmenn gerðu grein fyrir væntingum sínum. Sigurborg þakkaði fyrir yfirferðina og sagði hana mjög gagnlega. Hún gerði grein fyrir sinni sýn á verkefnið og hvaða aðferðir kæmu til greina. Sigurborg taldi nauðsynlegt að hitta stjórnina aftur til að ræða málin enn frekar.

Ákveðið var að boða til undirbúnings og vinnufundar með stjórn fimmtudaginn 12 maí kl 16:00.

Stefnumót, fundur með félagsmönnum verði svo haldinn miðvikudaginn 25. maí kl 17:00. 

12. Önnur mál.

SUH sagði frá því að hann hafi átt samtal við Skarphéðinn Berg Steinarsson hjá Íshestum og hann hafi lýst yfir áhuga á að bjóða blindu og sjónskertu fólki í útreiðartúra.

RMH vakti athygli á því að Helgi Hjörvar, sem væri í framboði til formanns Samfylkingarinnar, væri að heyra efasemdarraddir um að hann gæti gengt formennsku vegna sjónskerðingar.

Fundi slitið kl. 19:50

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.