Fundargerð stjórnar nr. 3. 2018-2019

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) gjaldkeri, Rúna Ósk Garðarsdóttir (RÓG) meðstjórnandi, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður (símasambandi), Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri. 

Fjarverandi: Hjalti Sigurðsson (HS) ritari.

1.  Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna.

SUH bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt samhljóða.

Lýst eftir öðrum málum. EKÞ.

2.  Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 2. fundar, sem send var stjórnarmönnum fyrir fundinn, var samþykkt samhljóða.

3. Skýrslur, bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallað um:

 • Undirbúning RIWC2020.
 • MeToo og hvað svo, vinnufund sem haldinn var 20. júní.
 • Heimsókn félagsmálaráðherra í H17 þann 20. júní.
 • Ráðstefna EBU um þjónustu við sjónskerta 14.-16. júní.
 • Fund um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnana 13. júní.
 • Ferðafrelsi leiðsöguhunda.
 • Styrk frá Lionsklúbbnum Fjörgyn.
 • Punktaletursverkefnið – Vinnufund 20. júlí.
 • Erlent og innlent samstarf – mikilvægar dagsetningar.

 

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

 • Framkvæmdir utan húss.
 • Endurnýjun húsaleigusamnings við Augnlækna Reykjavíkur.
 • Húsnæðissjálfseignastofnanir.
 • Ferðaþjónustumál.
 • Uppsögn hjá Þjónustu og þekkingarmiðstöðinni.
 • Sjálfstyrkingu ungs fólks.
 • Erfðafjárgjöf.
 • Leiðsöguhundaverkefnið.
 • RIWC 2020.
 • Handi – Friendly aðgengislausnir.

Samþykkt var að veita framkvæmdastjóra umboð til að ganga frá sölu á íbúðinni að Sléttuvegi 13 sem fjallað var um í skýrslu framkvæmdastjóra undir fyrirsögninni: „Erfðafjárgjöf.

Erindi:
Skýrsla frá Baldri Snæ Sigurðssyni um Low vision ráðstefnu á vegum EBU sem send var stjórnarmönnum fyrir fundinn.

4. Inntaka nýrra félaga.

Fyrir lágu umsóknir um félagsaðild frá 8 einstaklingum. SUH las upp nöfn þeirra. Voru umsóknirnar samþykktar samhljóða með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.

5. Könnun á félagslegri stöðu, sjálfstæði, tíðni kynbundins ofbeldis ofl.

Tómas Bjarnason frá Gallup kom á fundinn og kynnti uppfærðan spurningalista fyrir könnun þar sem áformað er að spyrja félagsmenn Blindrafélagsins út í félagslega stöðu, tiltekna færni, sjálfstæði og hvort þeir hafi orðið fyrir neikvæðum samskiptum, einelti og/eða kynferðislegu áreiti.

Samþykkt var að stjórn myndi skoða spurningarnar frekar og stefna að því gera könnunina í haust. Stjórnarmenn sendi athugasemdir á SUH sem svo kemur þeim áleiðis á Tómas.

6. Fyrirtækjakönnun VR
SUH og KHE gerðu grein fyrir helstu niðurstöðum úr fyrirtækjakönnun VR. Könnunin mælir afstöðu starfsfólks til hinna ýmsu þátta er snúa að Blindrafélaginu sem vinnustað. Niðurstöður könnunarinnar gagnvart Blindrafélaginu höfðu verið sendar stjórnarmönnum fyrir fundinn, en þær eru mjög svipaðar og í fyrra.

Samanborið við önnur fyrirtæki eru helstu niðurstöður könnunarinnar eftirfarandi, einkunn frá 0 – 5:

Stjórnun: Blindrafélagið: 4,31 - Fyrirtæki með < 20 starfsmenn: 4,29 - Öll fyrirtæki: 4,22.
Starfsandi: Blindrafélagið: 4,25 - Fyrirtæki með < 20 starfsmenn: 4,42 - Öll fyrirtæki: 4,39.
Launakjör: Blindrafélagið: 3,49 - Fyrirtæki með < 20 starfsmenn: 3,66 - Öll fyrirtæki: 3,43.
Vinnuskilyrði :Blindrafélagið: 4,0 - Fyrirtæki með < 20 starfsmenn: 4,19 - Öll fyrirtæki: 4,10.
Sveigjanleiki vinnu:  Blindrafélagið: 4,49  - Fyrirtæki með < 20 starfsmenn: 4,56 - Öll fyrirtæki: 4,48.
Sjálfstæði í starfi: Blindrafélagið: 4,67 - Fyrirtæki með < 20 starfsmenn: 4,47 - Öll fyrirtæki: 4,35.
Ímynd fyrirtækis: Blindrafélagið: 4,51  - Fyrirtæki með < 20 starfsmenn: 4,49 - Öll fyrirtæki: 4,29.
Ánægja og stolt: Blindrafélagið: 4,29  - Fyrirtæki með < 20 starfsmenn: 4,38 - Öll fyrirtæki: 4,31.
Jafnrétti: Blindrafélagið: 4,47 - Fyrirtæki með < 20 starfsmenn: 4,22 - Öll fyrirtæki: 4,25.
Heildareinkunn: Blindrafélagið: 4,27 - Fyrirtæki með < 20 starfsmenn: 4,29 - Öll fyrirtæki: 4,20.

7. Punktaletursnefnd.

SUH gerði tillögu um að Hjalti Sigurðsson yrði fulltrúi Blindrafélagsins í punktaletursnefnd með ÞÞM og var tillagan samþykkt samhljóða. Fulltrúar ÞÞM eru Ásdís Þórðardóttir og Eyþór Kamban Þrastarson.

8. Nefndir.

SUH gerði grein fyrir að nær allir sem hefðu setið í nefndunum síðast liðinn vetur gæfu kost á sér áfram og að engin viðbrögð hefðu borist við auglýsingu eftir nýju fólki.  Eftirfarandi skipan í Skemmtinefnd, Jafnréttisnefnd og Ferða- og útivistarnefnd var samþykkt samhljóða.

Skemmtinefnd:  Baldur Snær Sigurðsson formaður, Arnheiður Björnsdóttir, Hannes Axelsson, Ragnar Steingrímsson og Þórarinn Þórhallsson. 

Jafnréttisnefnd: Rósa Ragnarsdóttir formaður. Lilja Sveinsdóttir, Magnús Jóel Jónsson, Marjakaisa Matthiasson og Ólafur Þór Jónsson.

Ferða og útivistarnefnd:  Kristinn H. Einarsson og Rósa Ragnarsdóttir ásamt Sigurjóni Einarssyni sem er tilbúin að taka að sér ákveðin verkefni.

9. Leiðsöguhundaverkefnið.

Í framhaldi af fundi með ÞÞM um leiðsöguhundaverkefnið, þar sem meðal annars kom fram að þrír einstaklingar væru á biðlista eftir leiðsöguhundum, þá óskaði Blindrafélagið eftir tilboðum frá leiðsöguhundaskóla norsku blindrasamtakanna og frá Kustmarkens, sem er sami aðili í Svíþjóð og teknir voru hundar frá seinast. En þeir sérhæfa sig í þjálfun leiðsöguhunda fyrir blinda.

Sænsku hundarnir  eru tilbúnir til afhendingar í haust en norsku hundarnir haustið 2019.

SUH gerði að tillögu sinni að stjórn heimilaði að keyptir yrðu þrír leiðsöguhundar og að framkvæmdastjóra yrði falið að semja um kaupin við annan hvorn aðilann sem sendi inn tilboð. Var tillagan samþykkt samhljóða.

10. Húsnæðissjálfseignarstofnanir.

SUH gerði grein fyrir kynningu sem hann og KHE sótti hjá Íbúðalánasjóði um  húsnæðissjálfseignastofnanir (HSES). En hlutverk þeirra á að vera:

 • Byggja upp og reka hagkvæm leiguheimili skv. lögum um almennar íbúðir.
 • Að byggja hagkvæmar, vel hannaðar íbúðir sem uppfylla þarfir efnaminni fjölskyldna.
 • Að stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda.

Blindrafélagið gæti fræðilega séð stofnað HSES utan um leiguíbúðir félagsins og jafnframt fjölgað leiguíbúðum.  Fjármögnun HSES leiguíbúða er annarsvegar stofnframlag frá ríki og sveitarfélagi uppá 30% og 70% lán frá Íbúðalánasjóði til allt að 40 ára. Að 40 árum liðnum þá hefst endurgreiðsla á stofnframlaginu.

SUH sagði mikilvægt er að kanna hver eftirspurn og þörf eftir leiguhúsnæði væri meðal félagsmanna ef huga ætti að því að Blindrafélagið stofni HSES. Lagði hann til að þetta yrði kannað meðal félagsmanna samhliða könnuninni um félagslega stöðu (sjá lið nr. 5) og var það samþykkt samhljóða.

Frekari upplýsingar um húsnæðissjálfseignastofnanir: https://www.ils.is/stofnframlog/husnaedissjalfseignastofnun/

 11.Ný persónuverndarlöggjöf.

SUH og KHE gerðu grein fyrir áherslum og vinnu við að tryggja að meðferð persónuupplýsinga í starfsemi félagsins verði í samræmi við ákvæði nýju persónuverndarlöggjafarinnar.

12. Önnur mál.

EKÞ vakti máls á leiðtoganámskeiði á vegum EBU fyrir ungt blint og sjónskert fólk.
Ákveðið var að setja upplýsingar um námskeiðið í fréttabréfið og auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum til þátttöku.

Fundi slitið kl 18:30.

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.