Fundargerð stjórnar nr. 3 2021-2022

Fundargerð 3. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2021 – 2022, haldinn miðvikudaginn 25.ágúst kl. 16:00.

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varaformaður, Kaisu Hynninen (KH) ritari, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) gjaldkeri, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) meðstjórnandi, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Halldór Sævar Guðbergson (HSG) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Forföll:         

1. Fundarsetning.

SUH setti fundinn, sem haldinn var á Teams og bar upp tillögu að dagskrá, sem hefur verið aðgengileg inn á Teams svæði stjórnar. Var tillagan samþykkt

2. Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð seinasta fundar sem að legið hefur frammi á Teams svæði stjórnarinnar  var samþykkt samhljóða og verður send stjórnarmönnum til rafræns samþykkis. 

3. Lýst eftir öðrum málum.

ÞÞ boðar annað mál , 80 ára afmæli BVS.

4. Inntaka nýrra félaga.

Engar umsóknir lágu fyrir.

5. Skýrslur, bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallað um:

  • World Blind Union. Aðalfundur, ráðstefna og aðalfundur ICEAVI.
  • Hjalti Sigurðsson skipaður í Æskulýðsráð ríkisins.
  • Verkefnisstjóri aðgengismála hjá ÖBÍ.
  • Afmælishátíð ÖBÍ 5. September.
  • Nefndir, deildir og ráð innan Blindrafélagsins og samráðsfundur.
  • RP Norden fundur 22 – 24 október.
  • NSK fundur 30 – 31 ágúst.
  • Viðburðir og mikilvægar dagsetningar framundan.

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

  • Rekstraryfirlit yfir fyrri  helming ársins.
  • Stöðumat á þjónustu við blint og sjónskert fólk.
  • Framkvæmdir við 5. hæð Hamrahlíðar 17.
  • Fjáraflanir.
  • Leiðsöguhundar.
  • Styrkur frá Novartis.
  • Fréttir af félagsstarfi.
  • Styrktarsjóður Richards og Dóru.

6. Hálfsársrekstraryfirlit.

Helstu tölur yfir rekstur Blindrafélagsins fyrir janúar til og með júní 2021.
Tekjur 149,5 mkr sem er 15 mkr ( 11,5%) hærri tekjur en áætlun gerði ráð fyrir.
Rekstrargjöld námu 120,5 mkr sem er 6,7 mkr (5,27%) lægri kostnaður en áætlun gerði ráð fyrir. EBIDTA, rekstrarafkoma án afskrifta og fjármagnsliða, er 28,9 mkr sem er 21,7 mkr (300%) umfram áætlun.

Stjórn lýsti yfir mikilli ánægju með þennan góða rekstrarárangur.

7. Aðalfundur ÖBI .

Formanni var falið að finna fulltrúa Blindrafélagsins á aðalfund ÖBÍ sem haldinn verður 15. og 16. október. Blindrafélagið á rétt á að senda 6 fulltrúa á fundinn.

8. Þjónustuúttekt.

Farið var yfir stöðuna á verkefninu sem hefur alls ekki komist almennilega í gang. Samþykkt var að hætta verkefninu eins og lagt var af stað með og endurskoða áframhaldið. Var formanni og framkvæmdastjóra falið verkið.

9. Starfið framundan.

SUH velti upp hvers þyrfti að gæta við framkvæmd Samráðsfundar Blindrafélagsins með tilliti til sóttvarna. Samþykkt var að halda samráðsfundinn föstudaginn 10. september.
HSG og KH kynntu hugmynd að stofnun íþróttanefndar sem hefði það hlutverk að kynna fyrir félagsmönnum íþróttagreinar sem að blindir og sjónskertir stunda og keppa í. Samþykkt var að fela HSG og KH að vinna málið frekar og kynna fyrir stjórn.                                                                       

10.  Önnur mál.

ÞÞ:  Sagði frá því að BVS yrði 80 ára í október næstkomandi. Hann lagði til að Blindrafélagið gæfi BVS húsgögn inn á starfsmannaðstöðuna. Var samþykkt að fela framkvæmdastjóra að vinna málið með rekstrarstjóra BVS.

Fundi slitið kl. 18:10.

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.