Fundargerð 5. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2024 –2025, haldinn miðvikudaginn 23. október 2024, kl 15:00.
Stjórn og framkvæmdastjóri:
Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, (2024 - 2026)
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, (2024 - 2026)
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari, (2023 - 2025)
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri, (2024 - 2026)
Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB) meðstjórnandi, (2023 - 2025)
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður, (2024 - 2026)
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (2023 - 2025)
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, (2023 - 2025)
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, (2024 - 2026)
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri
Forföll : ÁEG
Fundarsetning
SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.
Lýst eftir öðrum málum.
Engin önnur mál.
Inntaka nýrra félaga
SUH bar upp umsóknir 9 umsækjenda og voru þær samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.
Skýrslur, bréf og erindi.
Frestað
Ársfjórðungsuppgjör
Kristín Waage bókari var mætt sem gestur á fundinn og kynnti megin rekstarniðurstöður fyrir fyrstu 9 mánuði ársins. Megin niðurstöður eru:
Rekstrartekjur fyrstu 9 mánuði ársins nema 250,5 milljónum, rekstrargjöld 252,8 milljónir, tap fyrir fjármagnsliði því 2,3 milljónir. Nánari upplýsingar má finna í Teams möppu stjórnar.
Skýringar á frávikum:
Rekstrartekjur: Leigutekjur 2 milljónum of háar sökum þess að í september voru sendir út reikningar vegna leigu á 6. Hæðinni fyrir 2 mánuði, september & október.
Rekstrargjöld:
Skrifstofa & stjórnun:
Rekstur tækja & búnaðar – heldur meira endurnýjað af tölvubúnaði en áætlað
Lögfræðikostnaður er hærri en áætlaður, 1,7 millj. hærri en á sama tíma í fyrra
Ráðstefnur og ferðakostnaður tengdur þeim er einnig hærri
Fjáröflunarkostnaður: 2/3 af kostnaði við öflun bakhjarla verður fluttur yfir á næstu 2 árin, kostnaðurinn mun lækka um 6,8 milljónir. Af því sem þegar er bókað (17,2 fluttar yfir á næstu 2 ár en 10,4 fluttar frá fyrri árum á móti)
Þegar tekið er tillit til þessara leiðréttinga er staðan sú að fyrir fjármagnskostnað er hagnaður upp á 2,4 milljónir.
Hamrahlíð 17, Stækkun H17- staða verksins
Kristmundur Eggertsson og Gísli Valdimarsson verkfræðingur mættu sem gestir á fundinn. Fóru ítarlega yfir stöðu mála.
Staðan 22. október miðað við Exel-skjalið sem er á teams möppu stjórnar, er eftirfarandi:
- Kostnaður verktaka og birgja = 487.629.983 kr.
- Kostnaður bygg.stjórn og hönnun = 43.823.300 kr.
- Samtals kostnaður = 531.453.283 kr.
Heildarkostnaður með hönnun og útboðskostnaði kominn í 564 milljónir
Endurnýjun 5 hæð
Teikningar af rýminu liggja fyrir, þær voru gerðar í nánu samráði við Augnlækna Reykjavíkur. Bráðabirgðakostnaðaráætlun fyrir 5. hæðina er 227 milljónir króna. Sjá nánari upplýsingar í möppu stjórnar. Samningarviðræður við Augnlækna Reykjavíkur um leiguupphæð vegna 5 hæðar eru að fara í gang.
Einnig er hafin vinna við að meta hversu miklar breytingar þarf að gera á annarri hæð þar sem Augnlæknar Reykjavíkur eru nú staðsettir fyrir starfsemi Hljóðbókasafns Ísland, leyfi er komið frá hinu opinbera um að hefja undirbúning á flutningi Hljóðbókasafnsins í Hamrahlíð 17.
Félagsfundur
Skrifstofu falið að undirbúa og dagsetja félagsfund. Umfjöllunarefni fundarins er nýtt örorkukerfi sem er að taka gildi. Skrifstofu falið að hafa samband við Huld Magnúsdóttir forstjóra TR og Sigríði Hönnu frá ÖBÍ og mögulega reyna fá einhvern frá Vinnumálastofnun til að kynna og fjalla um nýtt kerfi.
Önnur mál.
Engin önnur mál.
Fundi slitið kl: 16:43
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson