Úthlutaðir styrkir vor 2012

Stuðningur til sjálfstæðis – styrktarsjóður Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi" (STS) úthlutar nú styrkjum í fyrsta sinn. Úthlutað er 4.160.000 krónum. Sérstök athöfn verður fimmtudaginn 3 maí kl 16:00 að Hamrahlið 17, þar sem styrkjunum verður úthlutað og tvö verkefni sem fá styrki verða kynnt. sérstaklega.

Stjórn STS hefur farið yfir allar umsóknir og gert tillögu um að samþykktar verði 18 umsóknir uppá: 4.160.000 krónur. Tillaga sjóðsstjórnar hefur verið staðfest af stjórn Blindrafélagsins. Úthlutun styrkja eftir styrktarflokkum er eftirfarandi:

A) Náms- ferða- og ráðstefnustyrki til fagfólks sem starfa með blindum og sjónskertum einstaklingum, eða vinna að hagsmunamálum þeirra. Samtals 6 umsóknir uppá 1.640.000 krónur.

  • Benjamín Júlíusson og Rósa María Hjörvar, starfsmenn Þjónustu og þekkingamiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (ÞÞM), vegna ferðar á sýninguna Sight City í Frankfurt.  400.000 kr.
  • Drífa Gestsdóttir leiðsöguhundaþjálfari ÞÞM til að sækja ráðstefnu í París um þjálfun leiðsöguhunda. 200.000 kr.
  • Guðný Katrín Einarsdóttir starfsmaður ÞÞM til að sækja ráðstefnu um daufblindu í Osló. 200.000 kr.
  • Lena Dögg Dagbjartsdóttir starfsmaður Blindrabókasafns Íslands ásamt öðrum starfsmanni safnsins til að sækja norræna ráðstefnu blindrabókasafna. 390.000 kr.
  • Margrét Ríkarðsdóttir frá Daufblindraféalginu til að sækja erlenda ráðstefnu. 250.000 kr.
  • Rannveig Traustadóttir starsmaður ÞÞM til að sækja norræna ráðstefnu um kennslu blindra og sjónskertra barna.

B)  Náms-, ferða-, endurhæfingar- og ráðstefnustyrki til félagsmanna Blindrafélagsins. Samtals 3 umsóknir uppá 420.000 krónur.

  • Guðfinnur V. Karlsson vegna æfinga og keppnisferðar í sundi til Svíþjóðar. 120.000 kr.
  • Hlynur Þór Agnarsson vegna skólagjalda í Tónlistarskóla FÍH. 180.000 kr.
  • Vaka Rún Þórisdóttir vegna æfinga og keppnisferðar í sundi til Svíþjóðar. 120.000 kr.

C) Styrki til félagsmanna Blindrafélagsins til kaupa á hjálpartækjum og tölvubúnaði. Samtals 6 umsóknir uppá 600.000 krónur.

  • Friðgeir Jóhannesson                   50.000 kr.
  • Jón Helgi Gíslason                        50.000 kr.
  • Kolbrún Helga Sigurjónsdóttir       50.000 kr.
  • Margrét Guðný Hannesdóttir        50.000 kr.
  • Sveinn Lúðvík Björnsson            350.000 kr.
  • Þorður Pétursson                         50.000 kr.

D) Styrki til verkefna sem eru hagsmunum blindra og sjónskertra til framdráttar. Samtals 3 umsóknir uppá 1.520.000 krónur.

  • Birkir R. Gunnarsson vegna rannsóknarverkefnis um stærðfræðiaðgegni blindra og sjónskertra. 350.000 kr.
  • Eyþór Þrastarson og Hlynur Þór Agnarsson vegna gerðar tónlistarefnis á punktaletri. 600.000 kr.
  • Örtækni/Birkir R. Gunnarsson vegna þýðingar á tölvuforritinu Guide. 550.000 kr.

Alls bárust 28 umsóknir uppá samtals 12.8528.500 krónur. Í flokk A voru umsóknir uppá 7.290.000 kr. Í Flokk B 678.500 kr. Í flokk C 610.000 kr. og flokk D 3.950.000 kr.

Formleg afhending og kynning

Fimmtudaginn 3 maí verður efnt til samsætis þar sem tilkynnt verður opinberlega um styrkina sem veittir verða. Athöfnin fer fram í fundarsalnum Hamrahlíð 17 og hefst klukkan 16:00.

Þau tvö verkefni sem fengu hæstu styrkina verða sérstaklega kynnt við afhendingu styrjanna. Um er að ræða:

  • Verkefni sem felur í sér gerð kennsluefnis á grunnatriðum punktaletursnótna fyrir notendur, kynningar- og fræðsluefni fyrir tónlistarkennara, æfingarhefti í punktaletursnótum, skoðun og prófanir á Lime Alloud, forriti sem gerir blindum og sjónskertum kleift að skrifa og prenta út nótur, bæði punktaletursnótur og hefðbundnar nótur og ýmislegt fleira. Styrkþegar: Hlynir Már Agnarsson tónlistarkennari og Eyþór Þrastarson tónlistarnemandi. Báðir eru félagar í Blindrafélaginu.
  • Þýðing á Guide forritinu frá Dolphin (Opnast í nýjum vafraglugga) yfir á íslensku. Forritið kemur til með að nýtast stórum hópi fólks sem ekki getur notað hefðbundnar lausnir í tölvumálum. Forritið þykir henta einstaklega vel fyrir blint og sjónskert eldra fólk. Forritið einfaldar tölvuumhverfið og leiðbeinir við tölvurnotkun. Styrkkþegi: Örtækni.