Úthlutanir vor 2013

Stjórn Stuðnings til sjálfstæðis, styrktarsjóðs Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins kom saman 19. apríl og fór yfir umsóknir í sjóðinn. Alls bárust 26 umsóknir með styrkbeiðnum alls að upphæð 6,5 – 7,0 m.kr. Heildarupphæðin er ekki ljós þar sem ekki var í öllum tilfellum beðið um tilgreinda upphæð.

Stjórnin ákvað að úthluta alls 19 styrkjum, heildarupphæð kr. 2.715.000. Þeir skiptast þannig:

A) Náms- ferða- og ráðstefnustyrki til fagfólks sem starfa með blindum og sjónskertum einstaklingum, eða vinna að hagsmunamálum þeirra. – alls kr. 670.000

  • Birkir R Gunnarsson vegna námskeiðs og ráðstefnu um vefaðgengi í USA,. 220.000 kr.
  • Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga vegna þátttöku tveggja starfsmanna á erlendir ráðstefnu, 300.000 kr. (2 styrkir)
  • Leikskólinn Stekkjarás vegna heimsóknar starfsmanna til Finnlands til að kynna sér kennslu blindra barna á leikskólaaldri, 150.000 kr.

B) Náms-, ferða-, endurhæfingar- og ráðstefnustyrki til félagsmanna Blindrafélagsins. – alls kr. 1.305.000

  • Inga Dóra Guðmundsdóttir vegna  kostnaðar við aðstoðarmann vegna þátttöku Ivu Marinar í erlendum sumarbúðum, 150.000
  • Helgi Hjörvar vegna fjögurra ferða til Tubingen í Þýskalndi til að taka þátt í tilraunameðferð við RP sem byggist á notkun rafeindapúlsa,  400.000 kr.
  • Íþróttafélagið Fjörður vegna æfinga og keppnisferðar Vöku Rúnar í sundi til Svíþjóðar, 120.000 kr.
  • Íþróttafélagið Fjörður vegna æfinga og keppnisferðar Guðfinns Karlssonar í sunmdi til Svíþjóðar 120.000 kr.
  • Hlynur Þór Agnarsson  vegna skólagjalda í Tónlistarskóla FÍH, 195.000 kr.
  • Ester Heiðarsdóttir vegna tungunmálanáms með 120.000
  • Páll Arnar Kristinsson til að ljúka arkitektanámi í París, 200.000 kr.

C) Styrki til félagsmanna Blindrafélagsins til kaupa á hjálpartækjum – alls kr. 200.000

  • Sandra Dögg Guðm                           kr. 50.000
  • Mjöll Einarsdóttir                                 kr. 50.000
  • Sigurður Sigurðsson                           kr. 50.000
  • Dagný Kristmannsdóttir                      kr. 50.000

D) Styrki til verkefna sem eru hagsmunum blindra og sjónskertra til framdráttar – alls kr. 540.000

  • Birkir R Gunn og Hlynur Hreinss vegna þýðinga á NVDA skjálesaranum, 100.000 kr.
  • Þjónustu og eþkkingamiðstöð fyrir blinda sjónskerta og daufblinda einstaklinga námskeiðahalds, 200.000 kr.
  • Kristín Gunnarsdóttir vegna verkefnis sem felst í að koma notuðum gleraugum í notkun á Kúbu, 140.000 kr.
  • Eyþór K Þrastarson vegna hljóðupptökuverkefnis 100.000 kr.