Bókmenntaklúbburinn

Bókmenntaklúbburinn byrjar af fullum krafti þriðjudaginn 16. september í fundarherberginu á annarri hæð í Hamrahlíð 17. Við byrjum klukkan hálf þrjú og hættum klukkan fjögur. Við munum byrja á bókinni Diplómati deyr, höfundur Eliza Reid. Einnig munum við gera áætlun um hvaða bækur við lesum fram í desember. 

Ég vonast eftir að sem flest mæti. Öll eru velkomin í klúbbinn.

Kær kveðja, Brynja Arthúrsdóttir.