Fræðslufundur um bankaþjónustur, netöryggi og svik á netinu

Miðvikudaginn 15. mars næstkomandi, verður opinn hádegisfundur í sal Blindrafélagsins á annarri hæð í Hamrahlíð 17. Fundurinn hefst klukkan 13:00.

Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum, og Markús Már Þorgeirsson, hópstjóri í vefdeild mæta á fundinn. Farið verður yfir helstu hættur varðandi svik á netinu, aðferðir netsvikara og hvernig hægt er að verjast þeim. Einnig verður farið yfir hvaða þjónustuleiðir Landsbankinn hefur í boði fyrir notendur svo þeir geti stundað sín bankaviðskipti af sjálfstæði og öryggi.

Við hvetjum alla félaga í Blindrafélaginu sem vilja forvitnast um þessi mál að mæta á fundinn. Þeir félagar sem hyggjast nýta sér mötuneytið í hádeginu þennan dag, þurfa að skrá sig í matinn í afgreiðslu félagsins á netfangið afgreidsla@blind.is eða í síma 525 0000.