Opinn fyrirlestur með Sam Seavey

Lærðu að lifa þínu besta blinda lífi!

"Af hverju ætti ég að leyfa smáatriðum eins og skertri sjón að stoppa mig?"

Blindrafélagið fær til sín Sam Seavy í heimsókn mánudaginn 22. september og bíður á kynningarfund og fyrirlestur af því tilefni í sal félagsins í Hamrahlíð 17 á annarri hæð. Húsið opnar kl. 16:00 og boðið verður upp á léttar kaffiveitingar. Dagskráin hefst klukkan 16:30.

Sam Seavy
Aðalræðumaður: Sam Seavey

Við erum stolt af því að kynna Sam Seavey, frumkvöðul á sviði hjálpartækni fyrir sjónskerta og eiganda YouTube-rásarinnar The Blind Life. Rásin hefur hlotið viðurkenningu frá Foundation Fighting Blindness sem ein besta upplýsingaveita á netinu fyrir sjónskerta og hefur yfir 60.000 áskrifendur og meira en 900 fræðslumyndbönd.

Sam greindist með arfgenga augnsjúkdóminn Stargardt, sem veldur hrörnun á miðju sjónsviðinu, aðeins 11 ára gamall. Í yfir þrjá áratugi hefur hann tileinkað sér djúpa þekkingu á hjálpartækni og deilir nú reynslu sinni og innsýn með þúsundum áhorfenda um allan heim.

Hann hefur komið fram í virtum miðlum eins og USA TODAY og WIRED Magazine, tekið þátt í fjölda hlaðvarpa og unnið með tæknirisa á borð við Google, SONY og Apple. Sam situr einnig í ráðgjafarnefnd Microsoft Windows Accessibility og hefur haldið erindi bæði innanlands og á alþjóðavettvangi.

Í dag stýrir hann hjálpartæknideild hjá góðgerðarsamtökum þar sem hann kennir fólki að nýta tæknina sem hann kynnir á rásinni sinni. Hvort sem hann er að vinna beint með skjólstæðingum eða miðla þekkingu sinni á netinu, þá er markmið hans skýrt: að styrkja fólk til að lifa sínu besta blinda lífi.

Til að skoða YouTube-rásina hans Sam er hægt að smella hér.
Vefsíðu Sam er hægt að skoða hér.

Fyrirlesturinn hjá Sam verður á ensku.

Til að áætla veitingar væri mjög gott að fólk skrái sig með því að senda tölvupóst á afgreiðsla@blind.is eða hringi í skrifstofuna í síma 525 0000.
 
Við hvetjum félaga í Blindrafélaginu og aðra áhugasama að nýta þetta einstaka tækifæri til að mæta og hitta Sam.