Opna húsið heimsækir listasýningu

Fimmtudaginn 12. september verður Steinunn Helgu Hákonardóttir umsjónarmaður og ætlum við að bregða land undir fót og skoða listasýningu Gerðar Guðmundsdóttur, "Skynjum - má snerta" í listasal Mosfellsbæjar. Eins og nafnið ber til kynna má snerta öll listaverkin. Listakonan tekur á móti okkur og leiðir um sýninguna.
Farið verður frá Hamrahlíð 17 klukkan 13.00 og komið aftur klukkan 15.00, en þá verður kaffi og með því í boði í salnum eins og vera ber.

Þessi stutta ferð er þátttakendum að kostnaðarlausu en fólk er beðið um að skrá sig á skrifstofu félagsins eða í síma 525-0000. Skráningu lýkur þriðjudaginn 10. september