Þorrablót Blindrafélagsins

Þorrablót Blindrafélagsins verður haldið laugardaginn 2. febrúar í sal Blindrafélagsins í Hamrahlíð 17 á annarri hæð. Verðið er 4.000 kr. og skráning fer fram á skrifstofu félagsins í síma 525 0000, eða á netfanginu afgreidsla@blind.is og þarf að skrá sig fyrir lok dags 30. janúar. Húsið opnar klukkan 18:00 og hefst borðhald klukkan 19:00.

Stjórnandi kvöldsins verður Jón Ólafsson og með honum kemur Hildur Vala Einarsdóttir.

Matseðill kvöldsins kemur svo hér:
Kaldir réttir: Harðfiskur, hákarl, sviðasulta, blóðmör, lifrarpylsa, 3 tegundir af síld, sviðakjammar, hangikjöt.
Súrmeti: Hrútspungar, lifrarpylsa, blóðmör, sviðasulta og lundabaggar.
Heitir réttir: Saltkjöt, lambapottréttur, hrísgrjón, soðnar kartöflur, rófustappa og uppstúfur.
Meðlæti: Grænar baunir, baunasalat, rúgbrauð, flatkökur og smjör.

Endilega skráið ykkur sem fyrst og takið með ykkur vini og vandamenn.

Bestu kveðjur.
Skemmtinefnd.