Vinnuferð Leiðsöguhundadeildar

Árleg vinnuferð Leiðsöguhundadeildar Blindrafélagsins í samstarfi við Sjónstöðina fer fram í Stykkishólmi dagana 29. ágúst – 31. ágúst 2025. Leiðsöguhundaþjálfarar frá Kustmarkens munu leiðbeina á námskeiðinu eins og í fyrra.

Farið verður með rútu frá Hamrahlíð 17 á föstudeginum kl. 9:00 og lagt af stað frá Stykkishólmi til baka á sunnudeginum kl. 16:00. Gist verður á gistiheimilinu Sjávarborg.

Meginþema helgarinnar verða hlýðniæfingar og göngur, fræðsla og samtöl.

Við hvetjum þig til að taka þátt því áframhaldandi fræðsla er mikilvægur þáttur í skyldum leiðsöguhundanotenda. Nánari upplýsingar og skráning fer fram á skrifstofu Blindrafélagsins í síma 525-0000 eða á netfangið afgreidsla@blind.is