Blindrafélagið hélt námskeið í íslensku fyrir sjónskerta innflytjendur

Blindrafélagið fékk styrk frá Þróunarsjóði innflytjendamála til að halda íslenskunámskeið fyrir sjónskerta innflytjendur. Þá höfðu tveir félagsmenn haft samband við félagið og óskuðu eftir þess háttar námsskeið þar sem þeir höfðu átt í erfiðleikum að fylgjast með kennslu í venjulegum tungumálaskólum þar sem notast var við mikið af sjónrænu kennsluefni.

Byrjunarnámskeiði í íslensku var haldið í haust og tóku sex manns þátt í því. Nemendurnir komu víðs vegar að úr heiminum. Kennarinn var Dagný Þorsteinsdóttir sem einnig kennir hjá Mími.

Námsmennirnir voru mjög ánægðir með námskeiðið. Þeir voru áhugasamir og tóku virkan þátt í kennslunni. Það myndaðist góður hópandi og traust innan hópsins. Kennslan fór að mestu leyti fram munnlega og byggði mikið á hlustun og samræðum, æfingum í framburði og endurtekningum.

Nemendur óskuðu eftir framhaldi í íslenskunáminu. Þeim fannst námskeiðið vera hvetjandi og það að læra innan þessa hóps vera gott tækifæri þar sem þeir gátu fengið stuðning frá jafningjum sínum. Þetta nám hefur aukið lífsgæði þátttakendanna og gerir þá hæfari í að taka þátt í íslensku samfélagi.