Breyting á sendingu á reikningum og yfirliti fyrir notkun hjá ferðaþjónustu Blindrafélagsins.

 

Kæri ferðaþjónustunotandi.

Frá og með ágúst uppgjöri fyrir ferðaþjónustu Blindrafélagsins, verður hætt að senda út prentað yfirlit og reikninga á pappír. Yfirlit verða í framtíðinni send með tölvupósti til notenda og reikningar sendir í heimabanka notenda.

Það er því mikilvægt að þú skráir þitt netfang hjá okkur til að fá þín yfirlit í framtíðinni. Þú getur hringt í síma 525 0000 eða sent tölvupóst á netfangið blind@blind.is og gefið okkur netfangið þitt ásamt kennitölu.

Ef þú hefur einhverjar spurningar, endilega hafðu samband í síma 525 0000.

Takk kærlega fyrir.

Bestu kveðjur.
Hildur Björnsdóttir
Gjaldkeri og umsjónarmaður ferðaþjónustu Blindrafélagsins