Fundargerð stjórnar nr. 1 2021-2022

Fundargerð 1. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2021 – 2022, haldinn miðvikudaginn 19. apríl kl. 16:00.  

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Kaisu Hynninen (KH) aðalmaður,   Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) aðalmaður, Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varaformaður, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) aðalmaður, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri. 

Forföll: Engin forföll  

Fundurinn fór fram í Teams  fjarfundarbúnaðinum. 

1. Fundarsetning. 

SUH setti fundinn og bar upp tillögu að dagskrá, sem hefur verið aðgengileg inn á Teams svæði stjórnar. Var tillagan samþykkt. 

Formaður bauð stjórnarmenn, nýja og gamla, velkomna til starfa á nýju starfsári. 

2. Afgreiðsla fundargerðar. 

Fundargerð seinasta fundar var samþykkt undir lok seinasta fundar.   

3. Lýst eftir öðrum málum. 

ÞÞ boðaði mál. 

4. Inntaka nýra félaga. 

Engar umsóknir um félagsaðild lágu fyrir. 

5. Skýrslur, bréf og erindi. 

Í skýrslu formanns var fjallað um: 

  • Aðalfundur Blindrafélagsins 15 maí 2021. 

  • Styrkur frá ÖBÍ. 

  • NSK fundur í ágúst 2021. 

  • UNK ráðstefna 2022. 

  • Aðalfundur World Blind Union og ICEVI 2021.  

  • Viðburðir framundan og mikilvægar dagsetningar.  

 Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um: 

  • Kynning rekstraráætlunar fyrir 2021 og rekstrarskýrslu fyrir 1. ársfjórðung 2021. 

  • Ráðstefna Almannaróms um máltækni. 

  • Fundur með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vegna frumvarps til laga um rafrænt pósthólf. 

  • Fyrirtækjakönnun VR.  

6. Verkaskipting stjórnar. 

SUH gerði tillögu um eftirfarandi verkaskiptingu stjórnar: 
Varaformaður: Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir 
Ritari: Kaisu Hynninen 
Gjaldkeri: Guðmundur Rafn Bjarnason 
Meðstjórnandi: Eyþór Kamban Þrastarson. 

Var tillagan samþykkt samhljóða. 

7. Siðareglur stjórnar Blindrafélagsins. 

Siðareglurnar voru lesnar yfir og staðfestu stjórnarmenn að þeir myndu gera það sem í þeirra valdi stendur til að fylgja þeim. Sjá hér 

8. Starfsáætlun stjórnar. 

SUH lagi fram drög að starfsáætlun stjórnar.  

Maí. 
19. maí, (miðvikudagur). Stjórnarfundur nr. 1. 

Júní.  
9 eða 16. júní (miðvikudagur). Stjórnarfundur nr. 2. 
21 til 25 júní (mánudag til föstudagur) Aðalfundur WBU. 
25 júní (föstudagur) GTAC, Global Technology & Accessibility Conference.  
26. júní (laugardagur) Youth Summit. 
28 til 30. Júní (mánudag til miðvikudags). Aðalfundur framhaldið og ráðstefna WBU og ICEVI. 

Ágúst. 
11 eða 18. ágúst (miðvikudagur) Stjórnarfundur nr 3. 
27 ágúst (föstudagur)  Samráðsfundur  
30 ágúst  til 1 september (mánudagur til miðvikudags). NSK/NKK. 

Samþykkt var að tillögu HSG halda stjórnarfund 19 ágúst á afmælisdegi Blindrafélagsins. 

September. 
5. september (sunnudagur)  Afmælishátíð ÖBÍ. 
8. september (miðvikudagur). Stjórnarfundur nr. 4. 
22. september (miðvikudagur) Stjórnarfundur nr. 5. 

Október. 
13. október (miðvikudagur). Stjórnarfundur nr. 5. 
14. október (fimmtudagur) Alþjóða sjónverndardagurinn. 
15. október (föstudagur) Dagur Hvítastafsins. 

Nóvember. 
3. nóvember (miðvikudagur) Stjórnarfundur nr. 6 
11 eða 18.  nóvember (fimmtudagur) Félagsfundur 

24. nóvember (miðvikudagur).  Stjórnarfundur nr. 7  

Desember. 
15 desember (miðvikudagur). Stjórnarfundur nr. 8 

9. Rekstraráætlun 2021 og áfangauppgjör. 

KHE gerði grein fyrir því að það tíðkist að kynna rekstraráætlun og rekstrarskýrslu á fyrsta fundi stjórnar að loknum aðalfundi. KHE fór yfir þessi skjöl sem að eru aðgengileg inn á Teams svæði þessa fundar. Megin tölur úr rekstraráætlun 2021 eru:  
Tekjur  ............... 272,5 mkr.  
Gjöld ................. 263,5 mkr.  
Rekstrarafkoma ....     9,0 mkr.  

Helstu stærðir í rekstri fyrir 1 ársfjórðung 2021 eru: 
Tekjur:  81 mkr. Áætlun 70 mkr. 
Rekstrargjöld: 57,6 mkr. Áætlun: 64 mkr. 
Rekstrarafkoma án afskrifa og fjármagnsliða:   

10. Víðsjá. 

SUH sagði frá því að Friðrik Friðriksson ritstjóri býður stjórnarmönnum að koma með efni eða tillögu að efni fyrir Víðsjá. 

11. Önnur mál. 

ÞÞ gerði að tillögu sinni að stjórn kæmi saman til kvöldverðar þann 16. Júní. 
Var það samþykkt og var SUH og KHE falið að skipuleggja það. 

Fundi slitið kl. 17:15. 

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.