Fundargerð stjórnar nr. 11 2017-2018

Mættir: Sigþór U Hallfreðsson (SUH) formaður, Hjalti Sigurðsson (HS) ritari, Sigríður Hlín Jónsdóttir (SHJ) gjaldkeri, Rúna Ósk Garðarsdóttir (RÓG) meðstjórnandi, Elínborg Lárusdóttir (EL) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður og Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri. 
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður var í símasambandi frá Þýskalandi.

Fjarverandi: Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður

1.  Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna.

SUH bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt samhljóða.

Lýst eftir öðrum málum: Engin önnur mál boðuð.

2.  Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 10. fundar, sem send hafði verið stjórnarmönnum var samþykkt með smávægilegum orðalags lagfæringum.

3. Skýrslur bréf og erindi.

Ekki lá fyrir skrifleg skýrsla formanns.

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

  • Rekstraráætlun 2018.
  • Fjáraflanir.
  • Ferðaþjónustumál.
  • Þjónustusamninga.
  • Starfsmannamál.
  • Húsnæðismál.
  • Almannaróm.         

Engin erindi eða bréf lágu fyrir:

4. Inntaka nýrra félaga.

Engin umsókn lá fyrir um félagsaðild.

5. Rekstraráætlun 2018.

KHE  lagði fram drög að rekstraráætlun fyrir árið 2018. Annarsvegar áætlun fyrir allt árið samanborið við bráðabirgða rekstrarafkomu seinasta árs og svo hinsvegar áætlun fyrir 2018 skipt niður á ársfjórðunga.
Helstu tölur í áætluninni eru:
Rekstrartekjur: 227,4 mkr.
Rekstrargjöld: 227,0 mkr.
Rekstaraafgangur: 0,4 mkr.

Samanburðartölur frá árinu 2017 voru lagðar fram með þeim fyrirvara að ekki er búið að færa allt vegna 2017.

Áætlunin mun verða uppfærð þegar að frekari upplýsingar liggja fyrir og verður áætlunin þá tekin fyrir aftur.

6. Viðhaldsframkvæmdir H-17 og niðurstaða útboðs.

SUH kynnti stöðuna í framgangi þeirra viðræðna sem að staðið hafa yfir í viðræðum við Verkfar ehf.

Þeir sem að buðu í verkið voru:

Verkfar ehf                  42.409.957 kr.

ÁÁ Verktakar              43.527.616 kr.

Múr og Mál                 48.751.000 kr.

HK Verktakar              50.937.642 kr.

HH Trésmiðja             61.407.152 kr.

Kostnaðaráætlun hljóðar uppá  43.341.400 kr.

SUH lagði til að hann og KHE fengju heimild til að ganga til samninga við annan af tveimur þeirra verktaka sem voru með lægstu tilboðin, þó með þeim fyrirvara að fagleg úttekt á hæfni þeirra iðnaðarmanna sem að verkinu munu koma gefi tilefni til þess. Var sú tillaga samþykkt samhljóða.

7. Samráðsfundur 12 janúar.

SUH gerði grein fyrir fyrirhuguðum samráðsfundi stjórnar, deilda og nefnda félagsins og hvatti stjórnarmenn til að skrá sig og mæta.

John Snorri Sigurjónsson fjallgöngumaður mun flytja fyrirlestur um fjallgöngur og andlegan þátt undirbúnings krefjandi verkefna. Fylgdarfólki og mökum er boðið að sækja fyrirlesturinn.

8. Önnur mál.

GRB sagði frá félagsskírteinum sem hann hafði fengið og spurði hver væri staðan á þessum málum hjá Blindrafélaginu. Því var svarað til að Blindrafélagið gæfi út félagsskírteini með mynd í kreditkorta stærð. Síðan er sérstakt skírteini gefið út fyrir þá sem að eru í ferðaþjónustu Blindrafélagsins, en aðgangur að ferðaþjónustunni er ekki bundinn við félagsaðild.

KHE gerði grein fyrir aðstæðum félagsmanns sem var vísað til félagsins af félagsráðgjafa Miðstöðvarinnar vegna óvenju alvarlegrar stöðu félagsmanns sem kom skyndilega upp og varða húsnæðismál. Framkvæmdastjóri fékk einróma heimild stjórnar félagsins til að setja lögmann félagsins í málið ef þörf yrði á, á kostnað félagsins. Vegna trúnaðarskyldu þá verður ekki gerð nánari grein fyrir málinu í fundargerðinni.

Fundi slitið kl 18:15.

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.