Fundargerð stjórnar nr. 3 2017-2018

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Sigríður Hlín Jónsdóttir (SH) gjaldkeri, Rúna Ósk Garðarsdóttir (RÓG) meðstjórnandi, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður,  Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, og Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Fjarverandi: Hjalti Sigurðsson (HS) ritari og Elínborg Lárusdóttir (EL) varamaður. 

1.  Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna.

SUH bar upp tillögu að dagskrá sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt samhljóða.

Lýst eftir öðrum málum:  GRB.

2.  Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 2. fundar sem send hafði verið stjórnamönnum,  var samþykkt með viðbótum frá SUH.

3. Skýrslur.

Í skýrslu formanns var fjallað um:

        Veiting Gullampa Blindrafélagsins 09 júní.    

        Aðalfundur tölvumiðstöðvar fatlaðra 30 maí 2017. 

        Ráðstefna og ársfundur Retina International 2020.

        Fyrirtækjakönnun VR.     

        Traust til Blindrafélagsins.         

        Heimsókn félagsmálaráðherra. 

        Biðskýli Strætó b.s. við Hamrahlíð 17.

        Af norrænu samstarfi.     

        Af vettvangi ÖBÍ.            

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

        Úrskurðarnefnd velferðarmála. 

        Fjáraflanir.  

        Styrkur til Blindrafélagsins úr Máltæknisjóði.

4. Bréf og erindi.

Bréf frá Elínborgu Lárusdóttur þar sem hún meðal annars segir frá gamalli ævifélagakvittun frá 30 júní 1977.  Elínborg hefur því verið í félaginu í 40 ár og hún starfaði einnig um árabil hjá félaginu en hún var ráðin til Blindrafélagsins 3. júní 1973.

5. Skipan í ráð og nefndir.

SUH kynnti tillögu að skipun í nefndir félagsins.

Skemmtinefnd.
  Baldur Snær Sigurðsson formaður
  Arnheiður Björnsdóttir
  Hannes Axelsson
  Ragnar Þór Steingrímsson
  Þórarinn Þórhallsson

Tómstunda nefnd.
  Guðný Hannesdóttir formaður
  Dagný Kristjánsdóttir
  Guðrún H. Skúladóttir
  Kaisu Kukka-Maaria Hynninen
  Rúna Garðarsdóttir
  Sigríður Björnsdóttir
Jafnréttisnefnd.
  Rósa Ragnarsdóttir formaður
  Lilja Sveinsdóttir
  Magnús Jóel Jónsson
  Marjakaisa Matthiasson
  Ólafur Þór Jónsson
  Steinar Björgvinsson
Ferða og útivistarnefnd.
  Kristinn H. Einarsson
  Rósa Ragnarsdóttir

Tillagan var borin upp og samþykkt einróma.

6. Ráðstefnur Udvidet nordisk konferense og RIWC2020.

SUH gerði grein fyrir að i 9 – 12 október yrði haldinn regluleg ráðstefna norrænu blindrasamtakanna og RIWC 2018 í febrúar á Nýja Sjálandi. SUH gerði tillög um eftirfarandi:

UNK í október.
  Formaður
  Varaformaður
  Formaður jafnréttisnefndar
  Alþjóðafulltrúi
  Formaður Ungblind
  Ungblind  fulltrúi
  Rósa María Hjörvar. (Verður með erindi)
  stm sem sinna tengslanetinu Friðrik, KHE, BSS?

Tillagan var samþykkt einróma.

RIWC 2018 New Zealand:
SUH gerði tillögu um að hann og formaður undirbúningsnefndar myndu sækja  RIWC2018 í Nýja Sjálandi. KHE mun sækja ráðstefnuna sem stjórnarmaður RI. Ef einhverjir fulltrúar vísindanefndar RIWC 2020 hafa áhuga að sækja ráðstefnuna þá verði vísað til að það verði fjármagnað í gegnum STS.

Tillagan var samþykkt einróma.

7. Önnur mál.

GRB sagði frá því að hann myndi búa í Þýskalandi í vetur þar sem konan hans mun stunda nám en hann verður tiltækur á fundi í gegnum síma.

8. Fagráð Blindrafélagsins gegn kynferðisbrotum.

Á fundinn voru mættir einstaklinga sem að hafa tekið sæti í fagráði blindrafélagsins gegn kynferðisbrotum. En þau eru Gunnar Rúnar Matthíasson, Helga Baldvins og Bjargardóttir og Eyrún Jónsdóttir.

Fagráðsmeðlimir fóru yfir ýmislegt varðandi starfshætti þess sem að hefur verið til umfjöllunar innan ráðsins svo sem varðveislu upplýsinga og ráðgjöf til þeirra sem að til ráðsins leita, hvaða viðhorf stjórn hefði til hlutverks fagráðsins og viðbragða þess við tilteknum aðstæðum og málum. Töluverðar umræður urðu um málið.  Áhugi var fyrir því að fagráðið myndi kynna sig og starf sitt t.d. á félagsfundi í haust.

Fundi slitið kl 18:20

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.