Fundur fólksins 2016

Fundur um stafrænt aðgengi blindra og sjónskertra.Haldinn á vegum Blindrafélagsins í tengslum við Fund fólksins sem Almannaheill skipulögðu.Fundurinn haldinn í A-Alto fundarsal Norræna hússins kl. 15:00 2. september

Efnisyfirlit. 

1. Rósa María fjallar um tilefni fundarins. Kynning fundarmanna. Alls rúmlega 20 manns á fundinum, en ekki náðu allir að kynna sig þar sem sumir komu eftir að fundur byrjaði. Fullur fundarsalur.
4:21 mín.

2. Framsaga Rósu Maríu Hjörvar. Fjallar um stafrænt aðgengi og þýðingu þess m. a.
10:11 mín. 

3. Arnþór Helgason fjallar um notkun blindraleturstölva og tölvuskjáa á Íslandi allt frá því er fyrstu vélarnar komu til landsins 1983 með blindraleturslyklaborði og skjá. Fjallar einnig um íslenska tölvublindraletrið. Fjallar um mismun á lögum annars vegar í Bandaríkjunum sem tryggja fötluðu fólki rétt og lög á Íslandi hinns vegar.
13:33 mín. 

4. Steinar Björgvinsson sem vinnur að stafrænum aðgengismálum á vegum Blindrafélagsins fjallar um heimasíður. Nokkrar umræður á eftir um aðgengi, sem Rósa María og Kristinn Halldór Einarsson tóku þátt í, um vefþuluna.
10:36 mín. 

5. Umræður m. a. um hvernig netþula nýtist lesblindum og fleirum og ýmislegt fleira.Til máls tóku: Snævar Ývarsson, Rósa María Hjörvar, Baldur Snær Sigurðsson, Iva Marín Adrichem, Helgi Hjörvar og Arnþór Helgason.Fundarlok.
8:05 mín.