Til baka
Sjón þín, hugsun þín Gul
Sjón þín, hugsun þín Gul

Sjón þín, hugsun þín Gul

Vörunr. BÓK-A014
Verðmeð VSK
5.586 kr.

Lýsing

Nú hefur litið dagsins önnur falleg og skemmtileg bók um sjón, hugsun og skilning. 
Bókin inniheldur 54 hugleiðingar og heilræði sem sett eru upp í gamla sjónprófsforminu sem allir krakkar og fullorðnir þekkja svo vel.

Höfundurinn Svavar Guðmundsson er lögblindur. Lögblinda er skilgreind við sjón sem er minni en 10%. 
Framsetning bókarinnar er hugsuð bæði til gagns og skemmtunar. Hún getur nýst sem aukaefni fyrir nemendur í skólum og þá sem eru að æfa sig í lestri, lesskilningi og í almennri skynjun fyrir alla aðra. 
Með því að takast á við hvert og eitt sjónpróf eykur þú færni þína í lestri og við að raða saman hugsun og skilningi.
Allir ættu að geta fundið eitthvert spakmæli sem gott veganesti. Einnig geta þau skapað skemmtilegar vangaveltur um lífið, listina og tilveruna

Bókin er tilvalin gjöf fyrir öll huggulegu tilefnin sem framundan eru.