Til baka
Víðsjá
Víðsjá

Víðsjá

Vörunr. FJAR-V00
Verðmeð VSK
2.500 kr.

Lýsing

 


Víðsjá, tímarit Blindrafélagsins, er komið út og er fullt af áhugaverðum greinum. Í blaðinu er fjallað um málefni blindra og sjónskertra og allt sem viðkemur augum og augnheilsu.  

Í blaðinu eru margar áhugaverðar greinar og viðtöl. VÍÐSJÁ hitti Guðrúnu Helgu Skúladóttur sem greindist á tvítugsaldri með Retinitis Pigmentosa, arfgengan hrörnunarsjúkdóm í sjónhimnu sem oft leiðir til blindu.

Fjallað er um tilraunir með genameðferðir sem vonir standa til að geti komið í veg fyrir að ungt fólk verði blint af völdum arfgengra hrörnunarsjúkdóma í sjónhimnu.

VÍÐSJÁ kíkti í kaffi til Ingu Sæland, alþingismanns. Hún talar m.a. um uppvaxtarárin og hvernig hún gekk menntaveginn.

Hús Blindrafélagsins í Hamrahlíð 17 er sérstakur staður, VÍÐSJÁ tekur stöðuna á húsinu.