Foreldradeild

Foreldradeild blindra og sjónskertra barna er vettvangur foreldra og barna til að kynnast hvort öðru og byggja upp félagstengsl. Við leitumst eftir því að veita þeim sem eru uppalendur blindra og/eða sjónskertra barna stuðning frá foreldrum til foreldris.

Foreldrar sækja til hvers annars styrk, félagsskap og mikilvægar upplýsingar sem koma að góðum notum við þau margvíslegu verkefni sem felast í því að ala upp blint eða sjónskert barn.

Það eru fjölmargar spurningar sem koma upp varðandi uppeldi blindra og sjónskertra barna og iðulega þarf að glíma við önnur vandamál og úrlausnarefni en flestir aðrir foreldrar fást við. Til að einangrast ekki er besta leiðin að koma sér upp öflugu tengslaneti fólks í svipuðum aðstæðum. 

Facebook hópur foreldradeildar.